„Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2025 12:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón „Menn eru peppaðir. Þetta er flott tækifæri til að kasta í góða frammistöðu og ná í þrjú stig,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld. Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Samsunspor á Laugardalsvelli í síðasta leik, sem færa má rök fyrir að hafi verið besti leikur liðsins í keppninni. Hann var í það minnsta sá fyrsti þar sem liðinu tókst að skora. Höskuldur vonast til að liðið byggi ofan á frammistöðuna þar á Laugardalsvellinum í kvöld. „Við þurfum að passa að við komum með rétt viðhorf, sömu vinnusemi, fórnfýsi og hlaupavilja eins og við gerðum á móti Samsunspor,“ „Það var nánast í alla staði mjög jákvæður leikur og flott úrslit gegn mjög sterkum andstæðingi. Við horfum á það þannig á morgun að við ætlum að taka frumkvæði í leiknum og hafa hann á okkar forsendum. Þá eru okkur allir vegir færir að ná í góð úrslit og vera í góðum séns fyrir leikinn í Frakklandi,“ segir Höskuldur en Blikar mæta Strasbourg ytra eftir viku í síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Hefðu hæglega getað náð í fleiri stig Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Við viljum náttúrulega bara að heimavöllurinn hér sé vígi. Mér finnst við hafa, ég segi ekki alveg klaufar, en samt að einhverju leyti, við hefðum getað verið búnir að taka fyrsta sigurinn á heimavelli. Það er kjörið tækifæri að gera það á morgun,“ segir Höskuldur. Eygja enn von um umspil Breiðablik er með tvö stig eftir fjóra leiki þegar tveir eru eftir. Þeir sitja í 32. sæti en liðin sem enda í sætum 9 til 24 fara áfram í umspil. Þrjú stig eru upp í 21.-24. sæti og því er enn möguleiki til staðar á umspilinu, þó veikur sé. „Ef við vinnum þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi, sem verður auðvitað mjög erfitt verkefni. Þess þá heldur að fara þarna út til þess að hafa eitthvað undir og mæta vel gíraðir. Það byrjar með leiknum við Shamrock,“ segir Höskuldur. Klippa: Höskuldur ræðir leikinn við Shamrock Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Samsunspor á Laugardalsvelli í síðasta leik, sem færa má rök fyrir að hafi verið besti leikur liðsins í keppninni. Hann var í það minnsta sá fyrsti þar sem liðinu tókst að skora. Höskuldur vonast til að liðið byggi ofan á frammistöðuna þar á Laugardalsvellinum í kvöld. „Við þurfum að passa að við komum með rétt viðhorf, sömu vinnusemi, fórnfýsi og hlaupavilja eins og við gerðum á móti Samsunspor,“ „Það var nánast í alla staði mjög jákvæður leikur og flott úrslit gegn mjög sterkum andstæðingi. Við horfum á það þannig á morgun að við ætlum að taka frumkvæði í leiknum og hafa hann á okkar forsendum. Þá eru okkur allir vegir færir að ná í góð úrslit og vera í góðum séns fyrir leikinn í Frakklandi,“ segir Höskuldur en Blikar mæta Strasbourg ytra eftir viku í síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Hefðu hæglega getað náð í fleiri stig Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Við viljum náttúrulega bara að heimavöllurinn hér sé vígi. Mér finnst við hafa, ég segi ekki alveg klaufar, en samt að einhverju leyti, við hefðum getað verið búnir að taka fyrsta sigurinn á heimavelli. Það er kjörið tækifæri að gera það á morgun,“ segir Höskuldur. Eygja enn von um umspil Breiðablik er með tvö stig eftir fjóra leiki þegar tveir eru eftir. Þeir sitja í 32. sæti en liðin sem enda í sætum 9 til 24 fara áfram í umspil. Þrjú stig eru upp í 21.-24. sæti og því er enn möguleiki til staðar á umspilinu, þó veikur sé. „Ef við vinnum þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi, sem verður auðvitað mjög erfitt verkefni. Þess þá heldur að fara þarna út til þess að hafa eitthvað undir og mæta vel gíraðir. Það byrjar með leiknum við Shamrock,“ segir Höskuldur. Klippa: Höskuldur ræðir leikinn við Shamrock Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti