Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. desember 2025 19:36 Antonina vinnur fyrir góðgerðasamtökin FEDERA sem meðal annars aðstoðar þungaðar konur í vanda vegna nýlegra laga um þungunarrof. Vísir/Sigurjon Hundruð kvenna, sem var nauðgað af rússneskum hermönnum, ákváðu frekar að dvelja áfram í stríðshrjáðri Úkraínu en að flýja til Póllands þar sem við lýði er strangasta þungunarrofslöggjöf í álfunni. Þetta segir Antonina Lewandowska pólskur doktorsnemi við Háskólann í Varsjá sem hefur rannsakað áhrif nýlegrar löggjafar. Antonina er stödd á Íslandi til að flytja erindi um doktorsrannsókn sína þar sem hún kortleggur reynslu og upplifun kvenna og heilbrigðisstarfsfólks í skugga nýlegra og strangra laga um þungunarrof. Lögin, sem banna þungunarrof með örfáum undantekningum, tóku gildi í ársbyrjun 2021 en samhliða fóru fram ein fjölmennustu mótmæli í nútímasögu Póllands. Antonina er ómyrk í máli þegar hún lýsir áhrifum lagabreytingarinnar. „Pólland lögleiddi pyntingar – það er bara raunveruleikinn sem við búum við.“ Gagnkvæm tortryggni Antonina vinnur hjá góðgerðasamtökunum FEDERA sem meðal annars veita þunguðum konum í vanda í Póllandi upplýsingar sem og lagalegan og andlegan stuðning. Í gegnum rannsóknarstörf Antoninu hefur hún orðið vör við breytingu að eftir að löggjöfin var hert. Mikið vantraust hafi vaxið meðal kvenna í garð heilbrigðisstarfsfólks. Það hafi komið henni á óvart að finna að heilbrigðisstarfsfólkið sjálft finni einnig fyrir vantrausti gagnvart sjúklingum og óttast um að þeir taki samtal þeirra upp og fleira í þeim dúr. „Við búum við eina af ströngustu þungunarrofslöggjöfunum sem til eru og það er ofboðslega erfitt að fá læknisaðstoð fyrir konur sem eru í þessari erfiðu stöðu og svo þegar stríð braust út hinum megin landamæranna þá vissum við að þetta yrði grafalvarlegt.“ Völdu frekar stríðshrjáð land en réttindaleysið Innrás Rússa í Úkraínu hafi bætt gráu ofan á svart hvað réttindi kvenna varðar. Úkraínskar flóttakonur hafi leitað til FEDERA eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á flóttanum. „Þessar konur segja okkur að þeim hafi tekist að flýja frá austurlandamærum Úkraínu en að rússneskir hermenn hafi nauðgað þeim. Nú séu þær barnshafandi og þær biðja mig um hjálp. Og neyðumst til að segja þeim það sama og við segjum pólskum konum: Þú verður ekki lögsótt ef þú gerir það sjálf [þungunarrofið] en það eru litlir möguleikar á að fá þungunarrof framkvæmt á sjúkrastofnun.“ Úkraínskar flóttakonur hafi látið aðrar konur, sem enn voru í Úkraínu og hugleiddu flótta, vita af ströngu lögunum. „Ég man eftir að hafa heyrt um hóp 200-300 úkraínskra kvenna sem flúðu frá austur-landamærum Úkraínu og þær ákváðu að vera um kyrrt í Kænugarði á meðan loftárásir voru í gangi.“ Margar þeirra hafi ekki vitað fyrir víst hvort þær væru þungaðar. „Svo þær vildu frekar hætta á að vera í landi þar sem stríð geisar en að koma til Póllands og mér finnst það átakanlegt.“ Biður Íslendinga um að hafa augun opin Antonina kveðst hafa djúpstæða virðingu fyrir íslensku lýðræði og „íslensku hugrekki“ líkt og hún komst að orði. Þá samgleðst hún vegna réttinda sem landsmenn njóta en biður Íslendinga þó um að hafa augun opin. „Verið aldrei of værukær. Lifið lífinu og verið hamingjusöm en verið jafnframt á verðbergi og takið eftir því sem er í gangi í kringum ykkur.“ Hún undirstrikaði mikilvægi þess að vera vakandi fyrir pólitískri orðræðu og fyrir því hvort viðhorfsbreyting sé að eiga sér stað í samfélaginu, jafnvel á meðal vina og fjölskyldu. „Því það eru viðvörunarmerkin, þau fyrstu, og áður en maður veit af verða lagabreytingar og maður lifir í helvíti.“ Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22 Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Antonina er stödd á Íslandi til að flytja erindi um doktorsrannsókn sína þar sem hún kortleggur reynslu og upplifun kvenna og heilbrigðisstarfsfólks í skugga nýlegra og strangra laga um þungunarrof. Lögin, sem banna þungunarrof með örfáum undantekningum, tóku gildi í ársbyrjun 2021 en samhliða fóru fram ein fjölmennustu mótmæli í nútímasögu Póllands. Antonina er ómyrk í máli þegar hún lýsir áhrifum lagabreytingarinnar. „Pólland lögleiddi pyntingar – það er bara raunveruleikinn sem við búum við.“ Gagnkvæm tortryggni Antonina vinnur hjá góðgerðasamtökunum FEDERA sem meðal annars veita þunguðum konum í vanda í Póllandi upplýsingar sem og lagalegan og andlegan stuðning. Í gegnum rannsóknarstörf Antoninu hefur hún orðið vör við breytingu að eftir að löggjöfin var hert. Mikið vantraust hafi vaxið meðal kvenna í garð heilbrigðisstarfsfólks. Það hafi komið henni á óvart að finna að heilbrigðisstarfsfólkið sjálft finni einnig fyrir vantrausti gagnvart sjúklingum og óttast um að þeir taki samtal þeirra upp og fleira í þeim dúr. „Við búum við eina af ströngustu þungunarrofslöggjöfunum sem til eru og það er ofboðslega erfitt að fá læknisaðstoð fyrir konur sem eru í þessari erfiðu stöðu og svo þegar stríð braust út hinum megin landamæranna þá vissum við að þetta yrði grafalvarlegt.“ Völdu frekar stríðshrjáð land en réttindaleysið Innrás Rússa í Úkraínu hafi bætt gráu ofan á svart hvað réttindi kvenna varðar. Úkraínskar flóttakonur hafi leitað til FEDERA eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á flóttanum. „Þessar konur segja okkur að þeim hafi tekist að flýja frá austurlandamærum Úkraínu en að rússneskir hermenn hafi nauðgað þeim. Nú séu þær barnshafandi og þær biðja mig um hjálp. Og neyðumst til að segja þeim það sama og við segjum pólskum konum: Þú verður ekki lögsótt ef þú gerir það sjálf [þungunarrofið] en það eru litlir möguleikar á að fá þungunarrof framkvæmt á sjúkrastofnun.“ Úkraínskar flóttakonur hafi látið aðrar konur, sem enn voru í Úkraínu og hugleiddu flótta, vita af ströngu lögunum. „Ég man eftir að hafa heyrt um hóp 200-300 úkraínskra kvenna sem flúðu frá austur-landamærum Úkraínu og þær ákváðu að vera um kyrrt í Kænugarði á meðan loftárásir voru í gangi.“ Margar þeirra hafi ekki vitað fyrir víst hvort þær væru þungaðar. „Svo þær vildu frekar hætta á að vera í landi þar sem stríð geisar en að koma til Póllands og mér finnst það átakanlegt.“ Biður Íslendinga um að hafa augun opin Antonina kveðst hafa djúpstæða virðingu fyrir íslensku lýðræði og „íslensku hugrekki“ líkt og hún komst að orði. Þá samgleðst hún vegna réttinda sem landsmenn njóta en biður Íslendinga þó um að hafa augun opin. „Verið aldrei of værukær. Lifið lífinu og verið hamingjusöm en verið jafnframt á verðbergi og takið eftir því sem er í gangi í kringum ykkur.“ Hún undirstrikaði mikilvægi þess að vera vakandi fyrir pólitískri orðræðu og fyrir því hvort viðhorfsbreyting sé að eiga sér stað í samfélaginu, jafnvel á meðal vina og fjölskyldu. „Því það eru viðvörunarmerkin, þau fyrstu, og áður en maður veit af verða lagabreytingar og maður lifir í helvíti.“
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22 Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22
Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent