Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. desember 2025 20:39 Ársæll Guðmundsson hefur verið skólameistari Borgarholtsskóla í nær áratug. Vísir/Sammi Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent