38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 22:37 Jamie Vardy fagnar seinna marki sínu fyrir Cremonese í kvöld. Getty/Image Photo Agency/ Jamie Vardy skoraði tvö mörk í kvöld þegar Cremonese endaði tólf leikja taplausa hrinu Bologna með 3-1 sigri. Í leiknum mættust heimalið sem hafði ekki tapað í tólf leikjum og gestir sem höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum með samanlagðri markatölu 6-2. Það var þó Cremonese sem skoraði fyrsta markið eftir hálftíma leik. Glæsileg stungusending frá Matteo Bianchetti kom Martín Payero í gegn og hann kláraði færið af öryggi og gaf markverðinum engan möguleika. Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Jamie Vardy forystuna með marki sem var nánast eins og það fyrra. Sending frá Federico Bonazzoli kom honum í gegnum þunga varnarlínu heimamanna og hann renndi boltanum af yfirvegun í netið. Riccardo Orsolini minnkaði muninn fyrir Bologna úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik en Vardy, sem kom frá Leicester City í sumar, endurheimti tveggja marka forystu Cremonese fimm mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst þegar hann laumaði sér að nærstönginni og potaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri. Þetta var gleðilegt kvöld fyrir Vardy, sem að eigin sögn varð fyrir innbroti í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar greindu frá því að þjófar hefðu brotist inn á heimili hans nálægt Garda-vatni og haft á brott með sér verðmæti fyrir 80.000 pund á meðan hann spilaði deildarleik í Róm. Úrslitin voru einnig mikil lyftistöng fyrir félagið. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins hafði Cremonese aðeins unnið einn leik síðan þá. Úrslit mánudagsins lyftu liðinu upp um tvö sæti í það 11. Bologna féll niður í sjötta sæti, á eftir Como á markatölu. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem lið Vincenzo Italiano fær á sig þrjú mörk í einum leik. Hinn 38 ára gamli Vardy er kominn með fjögur mörk í níu deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili í ítölsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Í leiknum mættust heimalið sem hafði ekki tapað í tólf leikjum og gestir sem höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum með samanlagðri markatölu 6-2. Það var þó Cremonese sem skoraði fyrsta markið eftir hálftíma leik. Glæsileg stungusending frá Matteo Bianchetti kom Martín Payero í gegn og hann kláraði færið af öryggi og gaf markverðinum engan möguleika. Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Jamie Vardy forystuna með marki sem var nánast eins og það fyrra. Sending frá Federico Bonazzoli kom honum í gegnum þunga varnarlínu heimamanna og hann renndi boltanum af yfirvegun í netið. Riccardo Orsolini minnkaði muninn fyrir Bologna úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik en Vardy, sem kom frá Leicester City í sumar, endurheimti tveggja marka forystu Cremonese fimm mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst þegar hann laumaði sér að nærstönginni og potaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri. Þetta var gleðilegt kvöld fyrir Vardy, sem að eigin sögn varð fyrir innbroti í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar greindu frá því að þjófar hefðu brotist inn á heimili hans nálægt Garda-vatni og haft á brott með sér verðmæti fyrir 80.000 pund á meðan hann spilaði deildarleik í Róm. Úrslitin voru einnig mikil lyftistöng fyrir félagið. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins hafði Cremonese aðeins unnið einn leik síðan þá. Úrslit mánudagsins lyftu liðinu upp um tvö sæti í það 11. Bologna féll niður í sjötta sæti, á eftir Como á markatölu. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem lið Vincenzo Italiano fær á sig þrjú mörk í einum leik. Hinn 38 ára gamli Vardy er kominn með fjögur mörk í níu deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili í ítölsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball)
Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira