Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 07:31 Troy Parrott var skiljanlega mjög svekktur eftir að hafa klúðrað víti sem hefði tryggt AZ Alkmaar stig á móti FC Twente. Getty/ANP Troy Parrott skoraði öll fimm mörkin í sigrunum tveimur þegar lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu tryggðu sér sæti í HM-umspilinu. Hann var engin hetja í hollenska boltanum um helgina heldur þvert á móti. Parrott var að spila með AZ Alkmaar og gat tryggt liði sínu stig undir lok leiksins. Þegar Twente leiddi í uppbótartíma steig Parrott fram til að taka vítaspyrnu sem hefði tryggt liði hans 1-1 jafntefli. Írinn reyndi Panenka-vítaspyrnu en mistókst hrapallega og sendi boltann hátt yfir þverslána, leikmönnum Twente til mikillar gleði sem gerðu óspart grín að honum fyrir það sem þeir töldu vera hroka. Stjóri hans var heldur ekki mildur í dómum og gagnrýndi val hans á vítaspyrnutækni. Það má sjá vítið hér fyrir neðan. A moment to forget for Troy Parrott 🫣The Irish striker attempted a panenka penalty in the 99th minute as AZ Alkmaar chased an equaliser against FC Twente... pic.twitter.com/Lr2FL2CxiU— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 1, 2025 „Þetta var léleg afgreiðsla. Ef hann hefði vippað boltanum þarna og skorað, hefði hann staðið sig vel,“ sagði knattspyrnustjórinn Maarten Martens eftir leikinn. „Troy tók ábyrgð; hann lagði allt í sölurnar í dag en kláraði ekki vel. Hann hefur þegar tekið ábyrgð á því gagnvart restinni af liðinu,“ sagði Martens. „Hann tók ábyrgð á stigatapinu, og réttilega. Hann getur gert mun betur en þetta, hann gerir sér grein fyrir því sjálfur. Þetta var ekki nógu gott í dag. Hann er samt framherji og hann er skapandi. Við munum örugglega ræða þetta,“ sagði Martens. Parrott setti höfuðið í hendurnar strax eftir klúðrið og var sýnilega vonsvikinn þegar leiknum lauk. Þessi 23 ára gamli leikmaður skoraði úr vítaspyrnu fyrir Írland gegn Ungverjalandi í Búdapest áður en hann skoraði þrennu í hinum fræga 3-2 sigri í undankeppni HM í síðasta mánuði, en árangur hans af vítapunktinum með Alkmaar er ekki glæsilegur. Hann er núna búinn að klúðra þremur vítaspyrnum í röð fyrir félagslið sitt, og þótt hann hafi skorað 19 mörk samtals á tímabilinu fyrir félagslið og landslið, hefur hann aðeins skorað einu sinni í síðustu sex leikjum sínum fyrir AZ. Performances don't get better than Troy Parrott's vs Hungary 👏🇮🇪#EQPOTR | @CarlsbergGroup pic.twitter.com/BGZOkKUUdp— UEFA EURO (@UEFAEURO) November 20, 2025 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira
Parrott var að spila með AZ Alkmaar og gat tryggt liði sínu stig undir lok leiksins. Þegar Twente leiddi í uppbótartíma steig Parrott fram til að taka vítaspyrnu sem hefði tryggt liði hans 1-1 jafntefli. Írinn reyndi Panenka-vítaspyrnu en mistókst hrapallega og sendi boltann hátt yfir þverslána, leikmönnum Twente til mikillar gleði sem gerðu óspart grín að honum fyrir það sem þeir töldu vera hroka. Stjóri hans var heldur ekki mildur í dómum og gagnrýndi val hans á vítaspyrnutækni. Það má sjá vítið hér fyrir neðan. A moment to forget for Troy Parrott 🫣The Irish striker attempted a panenka penalty in the 99th minute as AZ Alkmaar chased an equaliser against FC Twente... pic.twitter.com/Lr2FL2CxiU— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 1, 2025 „Þetta var léleg afgreiðsla. Ef hann hefði vippað boltanum þarna og skorað, hefði hann staðið sig vel,“ sagði knattspyrnustjórinn Maarten Martens eftir leikinn. „Troy tók ábyrgð; hann lagði allt í sölurnar í dag en kláraði ekki vel. Hann hefur þegar tekið ábyrgð á því gagnvart restinni af liðinu,“ sagði Martens. „Hann tók ábyrgð á stigatapinu, og réttilega. Hann getur gert mun betur en þetta, hann gerir sér grein fyrir því sjálfur. Þetta var ekki nógu gott í dag. Hann er samt framherji og hann er skapandi. Við munum örugglega ræða þetta,“ sagði Martens. Parrott setti höfuðið í hendurnar strax eftir klúðrið og var sýnilega vonsvikinn þegar leiknum lauk. Þessi 23 ára gamli leikmaður skoraði úr vítaspyrnu fyrir Írland gegn Ungverjalandi í Búdapest áður en hann skoraði þrennu í hinum fræga 3-2 sigri í undankeppni HM í síðasta mánuði, en árangur hans af vítapunktinum með Alkmaar er ekki glæsilegur. Hann er núna búinn að klúðra þremur vítaspyrnum í röð fyrir félagslið sitt, og þótt hann hafi skorað 19 mörk samtals á tímabilinu fyrir félagslið og landslið, hefur hann aðeins skorað einu sinni í síðustu sex leikjum sínum fyrir AZ. Performances don't get better than Troy Parrott's vs Hungary 👏🇮🇪#EQPOTR | @CarlsbergGroup pic.twitter.com/BGZOkKUUdp— UEFA EURO (@UEFAEURO) November 20, 2025
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira