Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 22:06 Tveir karlmenn gengu galvaskir inn í verslunina Ljósmyndavörur í Skipholti, brutu glerskáp og stálu myndavélabúnaði fyrir þrjár milljónir í ágúst. Lögregla hefur nú endurheimt búnaðinn. Ljósmyndavörur Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Athygli vakti í ágúst þegar þjófnaður, sem virtist hafa verið skipulagður, náðist á myndband í Ljósmyndavörum í Skipholti. Tuttugu sekúndur liðu frá því að þjófarnir komu inn í verslunina þar til þeir voru farnir, með rándýrar myndavélar milli handanna. Þeir höfðu brotið glerskáp með slökkvitæki til að nálgast myndavélarnar. Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara sagðist gruna að stolið hefði verið eftir pöntun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið. Í dag hefur hann þær gleðifréttir að færa að þýfið hefur verið endurheimt. „Það kom til okkar tölvupóstur fyrir nokkrum vikum þar sem gefin voru upp nöfn og kennitölur á þjófunum. Sendandinn var að reyna að sættast við guð og menn og hafði þarna vitneskju, og vitneskjan leiddi til þess að lögreglan fékk rannsóknarheimildir og skoðaði bankareikninga hjá viðkomandi,“ útskýrir Bergur í samtali við fréttastofu. Þá hafi komið upp úr krafsinu að myndavélarnar hafi verið seldar fyrir hálfa milljón króna nokkrum klukkustundum eftir atvikið, en þá höfðu allir helstu fjölmiðlar landsins þegar fjallað um málið. Kröfurnar rosalegar Loks hafi lögregla komist á snoðir um varninginn sjálfan og endurheimt hann. Myndavélarnar eru tryggðar hjá Vís en Bergur reiknar með að Ljósmyndavörur kaupi þær af tryggingafélaginu. „Þetta er náttúrlega illa farið og rispað, þeir hentu þeim bara í bakpoka,“ segir Bergur sem sér fram á að selja þær fastakúnnum sem þekkja vel til og vita að myndavélarnar eru ekki nýjar „upp úr kassanum“. Bergur segist hafa lært margt á atvikinu en öryggisráðstöfunum í versluninni var breytt eftir þjófnaðinn. Þá segist hann hugsi yfir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessu. „Löggan má eiga það að þeir gáfust ekki upp þó að þetta væri svolítið vonlaust. Það er mjög þægilegt að vera glæpamaður á Íslandi, það þarf eiginlega að grípa þig með vöruna í hendinni til að löggan geti gert eitthvað,“ segir Bergur. „Það er búið að gera lögreglunni rosalega erfitt að standa í svona rannsóknum. Sönnunarkröfurnar sem þarf að uppfylla eru eiginlega ómanneskjulegar. Það er eins og þetta sé bara gert fyrir glæpamennina. Þó þeir viti hver framdi glæpinn þarf svo gríðarlega góð sönnunargögn þannig að það dugi til sakfellingar.“ Ljósmyndun Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Athygli vakti í ágúst þegar þjófnaður, sem virtist hafa verið skipulagður, náðist á myndband í Ljósmyndavörum í Skipholti. Tuttugu sekúndur liðu frá því að þjófarnir komu inn í verslunina þar til þeir voru farnir, með rándýrar myndavélar milli handanna. Þeir höfðu brotið glerskáp með slökkvitæki til að nálgast myndavélarnar. Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara sagðist gruna að stolið hefði verið eftir pöntun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið. Í dag hefur hann þær gleðifréttir að færa að þýfið hefur verið endurheimt. „Það kom til okkar tölvupóstur fyrir nokkrum vikum þar sem gefin voru upp nöfn og kennitölur á þjófunum. Sendandinn var að reyna að sættast við guð og menn og hafði þarna vitneskju, og vitneskjan leiddi til þess að lögreglan fékk rannsóknarheimildir og skoðaði bankareikninga hjá viðkomandi,“ útskýrir Bergur í samtali við fréttastofu. Þá hafi komið upp úr krafsinu að myndavélarnar hafi verið seldar fyrir hálfa milljón króna nokkrum klukkustundum eftir atvikið, en þá höfðu allir helstu fjölmiðlar landsins þegar fjallað um málið. Kröfurnar rosalegar Loks hafi lögregla komist á snoðir um varninginn sjálfan og endurheimt hann. Myndavélarnar eru tryggðar hjá Vís en Bergur reiknar með að Ljósmyndavörur kaupi þær af tryggingafélaginu. „Þetta er náttúrlega illa farið og rispað, þeir hentu þeim bara í bakpoka,“ segir Bergur sem sér fram á að selja þær fastakúnnum sem þekkja vel til og vita að myndavélarnar eru ekki nýjar „upp úr kassanum“. Bergur segist hafa lært margt á atvikinu en öryggisráðstöfunum í versluninni var breytt eftir þjófnaðinn. Þá segist hann hugsi yfir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessu. „Löggan má eiga það að þeir gáfust ekki upp þó að þetta væri svolítið vonlaust. Það er mjög þægilegt að vera glæpamaður á Íslandi, það þarf eiginlega að grípa þig með vöruna í hendinni til að löggan geti gert eitthvað,“ segir Bergur. „Það er búið að gera lögreglunni rosalega erfitt að standa í svona rannsóknum. Sönnunarkröfurnar sem þarf að uppfylla eru eiginlega ómanneskjulegar. Það er eins og þetta sé bara gert fyrir glæpamennina. Þó þeir viti hver framdi glæpinn þarf svo gríðarlega góð sönnunargögn þannig að það dugi til sakfellingar.“
Ljósmyndun Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira