Innlent

Krist­rún og Rutte boða til blaða­manna­fundar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rutte og Kristrún fyrir framan Stjórnarráðið.
Rutte og Kristrún fyrir framan Stjórnarráðið. Vísir/Vilhelm

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi.

Um er að ræða vinnuheimsókn og fyrsta skipti sem Rutte sækir Ísland heim síðan hann tók við starfi framkvæmdastjóra af Jens Stoltenberg í október 2024.

Rutte kynnti sér aðstæður og starfsemi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann fundaði með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Rétt fyrir klukkan hálf þrjú verður blaðamannafundur Kristrúnar og Rutte sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi. Spilari birtist í fréttinni eftir augnablik.

Þá lýkur dagskrá Rutte á heimsókn á Alþingi þar sem forseti þingsins, Þórunn Sveinbjarnardóttir tekur á móti honum, og hvar framkvæmdastjórinn mun funda með utanríkismálanefnd og Íslandsdeild NATO-þingsins.


Tengdar fréttir

Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni.

Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi

Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO.

Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×