„Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Aron Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2025 12:03 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson mynda gott teymi og hafa komið víða við saman á sínum ferli. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að umkringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara. Írar eru á leið í umspil um sæti fyrir HM næsta ár og mæta Tékklandi á útivelli í undanúrslitum eftir að hafa tryggt sér sæti í umspilinu á ævintýralegan hátt með sigrum á Portúgal og Ungverjalandi. Komist þeir í gegnum Tékkland bíður úrslitaleikur á heimavelli gegn annað hvort Danmörku eða Norður Makedóníu. Eftir að Írar höfðu tryggt sér sæti í umspilinu birti írska knattspyrnusambandið brot úr liðsræðu Heimis eftir sigurinn á Ungverjum þar sem að hann hvatti leikmenn sína til þess að umkringja sig fólki sem gefur þeim orku, bæði á góðum og slæmum tímum, í stað þeirra sem setja hafa aðeins samband þegar velgengni gerir vart um sig. „Það er smá sálfræði í þessu,“ segir Heimir aðspurður í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. „Það er sagt að þú sér meðaltal þeirra fimm manneskja sem þú umgengst mest. Það er því eins gott að umkringja sig góðu fólki og það er til dæmis það sem hefur hjálpað mér í lífinu, hvað ég hef haft gott fólk í kringum mig sem styður mig og rífur mig upp þegar að illa gengur. Þar finnur þú vini þína, ekki í velgengninni, þú finnur vini þína þegar að illa gengur og hart er í ári í lífinu. Það er þá sem þú finnur hverjir eru þínir stuðningsmenn, þínir alvöru vinir. „Einn af þeim sem gerir mig betri“ Heimir er vel meðvitaður um hjálpina sem felst í því að umkringja sig stuðningsaðilum, góðum vinum, og einn slíkan á hann í markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni en undanfarin fimmtán ár hafa þeir starfað saman í mörgum mismunandi verkefnum. Klippa: „Minn sálfræðingur og besti vinur“ „Hann er einn af þeim sem að gerir mig betri. Kann að segja mér að hætta þessu væli og ég fæ að gráta í kjöltuna á honum. Hann er minn sálfræðingur og besti vinur. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að umkringja mig góðu fólki. Þú verður alltaf að hafa einhvern sem þú getur talað við og treyst fyrir hlutum sem þjálfari. Því þú veist aldrei, sérstaklega þegar að þú kemur inn í nýtt umhverfi eins og við erum búnir að vera gera og veist ekki hverjum þú getur treyst. Gummi hefur verið minn besti vinur síðustu ár í þessu, þekkir mig bara og veit hvenær á að ýta á þennan takka og hinn hjá mér. Svo er hann bara magnaður fagmaður í sínu starfi. Allir þeir markmenn sem vinna með honum, núna er hann að vinna með heimsklassa markmönnum, eru að springa úr ánægju með hann. Sem fagmaður frábær en sem vinur enn þá betri.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Sjá meira
Írar eru á leið í umspil um sæti fyrir HM næsta ár og mæta Tékklandi á útivelli í undanúrslitum eftir að hafa tryggt sér sæti í umspilinu á ævintýralegan hátt með sigrum á Portúgal og Ungverjalandi. Komist þeir í gegnum Tékkland bíður úrslitaleikur á heimavelli gegn annað hvort Danmörku eða Norður Makedóníu. Eftir að Írar höfðu tryggt sér sæti í umspilinu birti írska knattspyrnusambandið brot úr liðsræðu Heimis eftir sigurinn á Ungverjum þar sem að hann hvatti leikmenn sína til þess að umkringja sig fólki sem gefur þeim orku, bæði á góðum og slæmum tímum, í stað þeirra sem setja hafa aðeins samband þegar velgengni gerir vart um sig. „Það er smá sálfræði í þessu,“ segir Heimir aðspurður í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. „Það er sagt að þú sér meðaltal þeirra fimm manneskja sem þú umgengst mest. Það er því eins gott að umkringja sig góðu fólki og það er til dæmis það sem hefur hjálpað mér í lífinu, hvað ég hef haft gott fólk í kringum mig sem styður mig og rífur mig upp þegar að illa gengur. Þar finnur þú vini þína, ekki í velgengninni, þú finnur vini þína þegar að illa gengur og hart er í ári í lífinu. Það er þá sem þú finnur hverjir eru þínir stuðningsmenn, þínir alvöru vinir. „Einn af þeim sem gerir mig betri“ Heimir er vel meðvitaður um hjálpina sem felst í því að umkringja sig stuðningsaðilum, góðum vinum, og einn slíkan á hann í markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni en undanfarin fimmtán ár hafa þeir starfað saman í mörgum mismunandi verkefnum. Klippa: „Minn sálfræðingur og besti vinur“ „Hann er einn af þeim sem að gerir mig betri. Kann að segja mér að hætta þessu væli og ég fæ að gráta í kjöltuna á honum. Hann er minn sálfræðingur og besti vinur. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að umkringja mig góðu fólki. Þú verður alltaf að hafa einhvern sem þú getur talað við og treyst fyrir hlutum sem þjálfari. Því þú veist aldrei, sérstaklega þegar að þú kemur inn í nýtt umhverfi eins og við erum búnir að vera gera og veist ekki hverjum þú getur treyst. Gummi hefur verið minn besti vinur síðustu ár í þessu, þekkir mig bara og veit hvenær á að ýta á þennan takka og hinn hjá mér. Svo er hann bara magnaður fagmaður í sínu starfi. Allir þeir markmenn sem vinna með honum, núna er hann að vinna með heimsklassa markmönnum, eru að springa úr ánægju með hann. Sem fagmaður frábær en sem vinur enn þá betri.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Sjá meira