Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Agnar Már Másson skrifar 23. nóvember 2025 21:01 Íbúi í smáíbúðahverfinu telur að flestir nágrannar sínir í hverfinu taki nokkuð vel í komu Kaffistofunnar á Grensásveg. „Og við viljum alls ekki að einhver einn kjötbúðareigandi tali svona almennt fyrir hverfið,“ bætir hún við. „Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma. Fyrirhuguð tilfærsla Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg 46 er ein heitasta kartaflan í Smáíbúðahverfinu um þessar mundir. Framkvæmdir voru stöðvaðar í vikunni eftir að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar í kjölfar þess að íbúar lýstu andstöðu sinni við komu Kaffistofunnar og kváðust áhyggjufullir að með opnun hennar yrðu óreglumenn tíðari gestir í hverfinu. Bryndís, móðir sem býr í Hlíðargerði, segir aftur á móti að einstakar, háværar óánægjuraddir tali ekki fyrir hverfið allt. Bryndís Eva Ásmundsdóttir er íbúi í Hlíðargerði.Mynd úr einkasafni Hverfið taki almennt vel í komu Kaffistofunnar „Almennt held ég nú að hverfið sé bara mjög jákvætt fyrir þessu að þeir komi þarna á Grensásveginum,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Og við viljum alls ekki að einhver einn kjötbúðareigandi tali svona almennt fyrir hverfið,“ bætir hún við og vísar þar til ummæla Geirs Rúnars Birgissonar, eiganda Kjötbúðarinnar, sem sagði íbúa í hverfinu hafa miklar áhyggjur af komu Kaffistofunnar í hverfið. Kaupmaðurinn, sem einnig er formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, sagði að íbúar óttuðust aukið ónæði og fjölgun innbrota með tilkomu kaffistofunnar og lýsti því að einn viðskiptavinur hafi komið grátandi inn í verslunina vegna málsins. Bryndís telur það liggja augum uppi að slátrarinn sé aðallega að reyna að gæta eigin hagsmuna. Reykjavíkurborg þurfi að hætta að lúffa Bryndís bendir enn fremur á að Samhjálp eigi jafnvel rætur að rekja til hverfisins. Samtökin urðu til við Sogaveg 158 þar sem Georg Viðar Björnsson veitti mönnum skjól í bílskúr hjá sér, samkvæmt vef Samhjálpar. „Þessi staðsetning finnst okkur mörgum einmitt upplögð og okkur langar að bjóða Samhjálp velkomna á þennan stað sem okkur finnst mjög heppilegur,“ segir hún. „Og ég vil að Reykjavíkurborg standi í lappirnar og lúffi ekki alltaf,“ bætir hún við. „Af því að þetta er búið að vera tveggja ára prósess að finna einhvern stað. Það er alltaf einhver sem vill það ekki í garðinn sinn.“ Hún segir að borgin mætti vera stöndugri að greiða götur Samjálpar. Engin börn á ferð Heitar umræður hafa skapast í hverfisumræðuhópnum á Facebook en þar birti Bryndís Eva einmitt færslu þessa efnis þar sem hún brigslaði nágranna sína um fordóma. „Það eru engin börn sem leika sér á þessu svæði og það vitið þið vel, hættið að bera alltaf saklaus börn fyrir ykkar eigin fordómum,“ skrifaði hún. „Svona fyrir utan að börn hafa ekkert nema gott af því að sjá að mannlífið er allskonar. Þið látið hér eins og að sleppa eigi hér lausum einhverjum her uppvakninga, fólkið er ekkert skilið eftir hér í hverfinu heldur skutlað fram og til baka á matarmálstímum, ykkur öllum gjörsamlega að meinlausu,“ bætti hún við. Allmargir taka undir með Bryndísi í ummælum undir færslunni, þó ekki allir. Einn í athugasemdum lýsir þó áhyggjum af því að hópurinn sem leiti í Kaffistofuna sé gjarnan í mikilli fíkniefnaneyslu og með andleg og líkamleg veikindi sem með réttu ættu að vera á sérhæfðum stofnunum. Sem fyrr segir hafa framkvæmdir verið stöðvaðar til að ráðast í slíka kynningu fyrst. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði við Vísi að áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Málefni heimilislausra Fíkn Fjármál heimilisins Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. 22. nóvember 2025 16:43 Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Fyrirhuguð tilfærsla Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg 46 er ein heitasta kartaflan í Smáíbúðahverfinu um þessar mundir. Framkvæmdir voru stöðvaðar í vikunni eftir að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar í kjölfar þess að íbúar lýstu andstöðu sinni við komu Kaffistofunnar og kváðust áhyggjufullir að með opnun hennar yrðu óreglumenn tíðari gestir í hverfinu. Bryndís, móðir sem býr í Hlíðargerði, segir aftur á móti að einstakar, háværar óánægjuraddir tali ekki fyrir hverfið allt. Bryndís Eva Ásmundsdóttir er íbúi í Hlíðargerði.Mynd úr einkasafni Hverfið taki almennt vel í komu Kaffistofunnar „Almennt held ég nú að hverfið sé bara mjög jákvætt fyrir þessu að þeir komi þarna á Grensásveginum,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Og við viljum alls ekki að einhver einn kjötbúðareigandi tali svona almennt fyrir hverfið,“ bætir hún við og vísar þar til ummæla Geirs Rúnars Birgissonar, eiganda Kjötbúðarinnar, sem sagði íbúa í hverfinu hafa miklar áhyggjur af komu Kaffistofunnar í hverfið. Kaupmaðurinn, sem einnig er formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, sagði að íbúar óttuðust aukið ónæði og fjölgun innbrota með tilkomu kaffistofunnar og lýsti því að einn viðskiptavinur hafi komið grátandi inn í verslunina vegna málsins. Bryndís telur það liggja augum uppi að slátrarinn sé aðallega að reyna að gæta eigin hagsmuna. Reykjavíkurborg þurfi að hætta að lúffa Bryndís bendir enn fremur á að Samhjálp eigi jafnvel rætur að rekja til hverfisins. Samtökin urðu til við Sogaveg 158 þar sem Georg Viðar Björnsson veitti mönnum skjól í bílskúr hjá sér, samkvæmt vef Samhjálpar. „Þessi staðsetning finnst okkur mörgum einmitt upplögð og okkur langar að bjóða Samhjálp velkomna á þennan stað sem okkur finnst mjög heppilegur,“ segir hún. „Og ég vil að Reykjavíkurborg standi í lappirnar og lúffi ekki alltaf,“ bætir hún við. „Af því að þetta er búið að vera tveggja ára prósess að finna einhvern stað. Það er alltaf einhver sem vill það ekki í garðinn sinn.“ Hún segir að borgin mætti vera stöndugri að greiða götur Samjálpar. Engin börn á ferð Heitar umræður hafa skapast í hverfisumræðuhópnum á Facebook en þar birti Bryndís Eva einmitt færslu þessa efnis þar sem hún brigslaði nágranna sína um fordóma. „Það eru engin börn sem leika sér á þessu svæði og það vitið þið vel, hættið að bera alltaf saklaus börn fyrir ykkar eigin fordómum,“ skrifaði hún. „Svona fyrir utan að börn hafa ekkert nema gott af því að sjá að mannlífið er allskonar. Þið látið hér eins og að sleppa eigi hér lausum einhverjum her uppvakninga, fólkið er ekkert skilið eftir hér í hverfinu heldur skutlað fram og til baka á matarmálstímum, ykkur öllum gjörsamlega að meinlausu,“ bætti hún við. Allmargir taka undir með Bryndísi í ummælum undir færslunni, þó ekki allir. Einn í athugasemdum lýsir þó áhyggjum af því að hópurinn sem leiti í Kaffistofuna sé gjarnan í mikilli fíkniefnaneyslu og með andleg og líkamleg veikindi sem með réttu ættu að vera á sérhæfðum stofnunum. Sem fyrr segir hafa framkvæmdir verið stöðvaðar til að ráðast í slíka kynningu fyrst. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði við Vísi að áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt.
Málefni heimilislausra Fíkn Fjármál heimilisins Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. 22. nóvember 2025 16:43 Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. 22. nóvember 2025 16:43
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04