Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 16:43 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Framkvæmdir á nýrri kaffistofu við Grensásveg 46 hafa verið stöðvaðar þar til grenndarkynningu lýkur. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýja kaffistofuna hefur mótmælt opnun hennar í hverfinu. Umræður í íbúahópi hverfisins hafa þó verið yfirburðajákvæðar. Til stóð að nýja kaffistofan hæfi starfsemi um mánaðarmótin næstu en þar sem ekkert verður af því hefur starfsemi hennar verið færð tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Húsnæðið skilgreint sem þjónustusvæði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segist skilja að fylgja þurfi þeim reglum og ferlum sem gilda sé farið af stað í grenndarkynningu en sjálf hefur hún gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hins vegar hafi lengi legið fyrir að húsnæðið hafi talist þjónustuhúsnæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. „Það sem ég hins vegar gagnrýni er að það hafi ekki verið gert strax. Ég hef ekki skilið af hverju það þarf að fara í grenndarkynningu af því að miðað við skipulagið sem er í gildi telst þetta vera þjónustusvæði. Þar má vera með verslun og þjónustu og samfélagsþjónustu meðal annars. Við erum samfélagsþjónusta, ef við erum ekki samfélagsþjónusta veit ég ekki hvað er samfélagsþjónusta,“ segir hún. Fréttaflutningur yfirleitt neikvæður Guðrún Ágústa tekur fram að hún sé hvorki sérfræðingur né hlutlaus en að enginn annar veiti þá þjónustu sem Samhjálp veiti. Sömuleiðis hafi því ranglega verið haldið fram í fjölmiðlum að ferja eigi heilu rútufarmana af fólki í kaffistofuna á dag. Raunin sé að boðið verði upp á skutlþjónustu á einum bíl sem rúmi átta manns í einu. „Ég skil alveg að fólk sé áhyggjufullt af því að fréttaflutningurinn um einstaklinga sem sækja okkar þjónustu er iðulega neikvæður. En það hafa líka stigið fram einstaklingar í dag og sagt frá því að þeir hafi þurft að nýta þjónustu okkar áður. Það er fólk sem hefur jafnvel verið í neyslu en er í dag á allt öðrum stað,“ segir Guðrún Ágústa. „Kaffistofan er heldur ekki endastöð. Hún er oft mjög fallegt upphaf í lífi fólks. Við tökum á móti öllum með kærleika og við reynum að aðstoða fólk í þeim aðstæðum sem þeir eru í,“ segir hún. Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Framkvæmdir á nýrri kaffistofu við Grensásveg 46 hafa verið stöðvaðar þar til grenndarkynningu lýkur. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýja kaffistofuna hefur mótmælt opnun hennar í hverfinu. Umræður í íbúahópi hverfisins hafa þó verið yfirburðajákvæðar. Til stóð að nýja kaffistofan hæfi starfsemi um mánaðarmótin næstu en þar sem ekkert verður af því hefur starfsemi hennar verið færð tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Húsnæðið skilgreint sem þjónustusvæði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segist skilja að fylgja þurfi þeim reglum og ferlum sem gilda sé farið af stað í grenndarkynningu en sjálf hefur hún gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hins vegar hafi lengi legið fyrir að húsnæðið hafi talist þjónustuhúsnæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. „Það sem ég hins vegar gagnrýni er að það hafi ekki verið gert strax. Ég hef ekki skilið af hverju það þarf að fara í grenndarkynningu af því að miðað við skipulagið sem er í gildi telst þetta vera þjónustusvæði. Þar má vera með verslun og þjónustu og samfélagsþjónustu meðal annars. Við erum samfélagsþjónusta, ef við erum ekki samfélagsþjónusta veit ég ekki hvað er samfélagsþjónusta,“ segir hún. Fréttaflutningur yfirleitt neikvæður Guðrún Ágústa tekur fram að hún sé hvorki sérfræðingur né hlutlaus en að enginn annar veiti þá þjónustu sem Samhjálp veiti. Sömuleiðis hafi því ranglega verið haldið fram í fjölmiðlum að ferja eigi heilu rútufarmana af fólki í kaffistofuna á dag. Raunin sé að boðið verði upp á skutlþjónustu á einum bíl sem rúmi átta manns í einu. „Ég skil alveg að fólk sé áhyggjufullt af því að fréttaflutningurinn um einstaklinga sem sækja okkar þjónustu er iðulega neikvæður. En það hafa líka stigið fram einstaklingar í dag og sagt frá því að þeir hafi þurft að nýta þjónustu okkar áður. Það er fólk sem hefur jafnvel verið í neyslu en er í dag á allt öðrum stað,“ segir Guðrún Ágústa. „Kaffistofan er heldur ekki endastöð. Hún er oft mjög fallegt upphaf í lífi fólks. Við tökum á móti öllum með kærleika og við reynum að aðstoða fólk í þeim aðstæðum sem þeir eru í,“ segir hún.
Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira