Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 21:02 Opna á Kaffistofuna við hlið Kjötbúðarinnar. Fyrir ofan og við hlið húsnæðisins eru íbúðir. Að aftan er líka fjöldi íbúða. Vísir/Vilhelm Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. „Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum. Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
„Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum.
Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04
Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent