Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:04 Kaffistofan hefur verið rekin í Guðrúnartúni en þaðan er stutt í gistiskýli borgarinnar. Vísir/Vilhelm Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar. Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar.
Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira