Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:02 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bergsins headspace óttast að fái þau ekki áframhaldandi samning við íslenska ríkið þurfi þau að loka starfseminni. Um þúsund ungmenni nýta sér starfsemina ár hvert. „Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“ Geðheilbrigði Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
„Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“
Geðheilbrigði Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira