Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2025 17:17 Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands Vísir/Getty Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótolta, hefur nú svarað fullyrðingum sem Mary Earps, fyrrverandi markvörður landsliðsins setti fram um ákvörðun sína að hætta spila fyrir landsiðið í nýútkominni ævisögu sinni. Í nýútgefinni ævisögu sinni heldur Mary Earps, sem spilaði á sínum tíma fimmtíu og þrjá A-landsleiki fyrir England og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022, að Wiegman verðlaunaði slæma hegðun með því að velja Hönnuh Hampton aftur í landsliðið. Hampton var á sínum tíma ekki valin í enska landsliðið og var því haldið fram þá að ástæðan væri slæm hegðun hennar og lélegt hugarfar. Það kom því Earps nokkuð á óvart þegar að Wiegman viðraði þá hugmynd við hana eftir sigur á Evrópumótinu árið 2022 að velja Hampton aftur í landsliðið. Hannah Hampton varði mark Englands á Evrópumótinu fyrr á þessu ári þar sem að England varði titil sinn Vísir/Getty Hin hollenska Wiegman, sem hefur notið mikillar velgengni í starfi og stýrt enska landsliðinu til sigurs bæði á HM og EM, þvertekur fyrir fullyrðinar Earps þess efnis að hún verðlauni slæma hegðun og svaraði þeim á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ég tek ákvarðanir sem hjálpa okkur að vinna,“ sagði Wiegman á blaðamannafundi fyrr í dag. „Það sem ég hef sagt áður er að við áttum tvo magnaða markverði í markvarðateyminu og þá erum við með fleiri góða markverði. Þegar á hólminn var komið tók ég þessa ákvörðun.“ Upplifanir einstaklinga geti verið mismunandi. Mary Earps, er ekki parsátt með vinnubrögð WiegmanVísir/Getty „Ég naut þess að vinna með Earps. Núna er hún hætt og við áttum saman frábæra tíma. Ég mun alltaf geyma þær minningar hjá mér.“ Aðspurð hvort hún myndi gera eitthvað öðruvísi varðandi þessa ákvörðun sem hún tók á sínum tíma, svaraði Wiegman því neitandi. Earps segist þá hafa tjáð Wiegman að henni litist ekki vel á þær fyrirætlanir landsliðsþjálfarans en í mars 2023 sneri Hampton þó aftur í liðið og hefur síðan þá verið hluti af enska landsliðinu. Earps lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir Evrópumótið fyrr á þessu ári. Hampton varði mark Englands á mótinu en liðið stóð þar uppi sem Evrópumeistari eftir sigur á spænska landsliðinu í úrslitaleiknum. Enska landsliðið er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2027 en auk þessara liða eru landslið Spánar og Úkraínu einnig í sama riðli. HM 2027 í Brasilíu Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Í nýútgefinni ævisögu sinni heldur Mary Earps, sem spilaði á sínum tíma fimmtíu og þrjá A-landsleiki fyrir England og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022, að Wiegman verðlaunaði slæma hegðun með því að velja Hönnuh Hampton aftur í landsliðið. Hampton var á sínum tíma ekki valin í enska landsliðið og var því haldið fram þá að ástæðan væri slæm hegðun hennar og lélegt hugarfar. Það kom því Earps nokkuð á óvart þegar að Wiegman viðraði þá hugmynd við hana eftir sigur á Evrópumótinu árið 2022 að velja Hampton aftur í landsliðið. Hannah Hampton varði mark Englands á Evrópumótinu fyrr á þessu ári þar sem að England varði titil sinn Vísir/Getty Hin hollenska Wiegman, sem hefur notið mikillar velgengni í starfi og stýrt enska landsliðinu til sigurs bæði á HM og EM, þvertekur fyrir fullyrðinar Earps þess efnis að hún verðlauni slæma hegðun og svaraði þeim á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ég tek ákvarðanir sem hjálpa okkur að vinna,“ sagði Wiegman á blaðamannafundi fyrr í dag. „Það sem ég hef sagt áður er að við áttum tvo magnaða markverði í markvarðateyminu og þá erum við með fleiri góða markverði. Þegar á hólminn var komið tók ég þessa ákvörðun.“ Upplifanir einstaklinga geti verið mismunandi. Mary Earps, er ekki parsátt með vinnubrögð WiegmanVísir/Getty „Ég naut þess að vinna með Earps. Núna er hún hætt og við áttum saman frábæra tíma. Ég mun alltaf geyma þær minningar hjá mér.“ Aðspurð hvort hún myndi gera eitthvað öðruvísi varðandi þessa ákvörðun sem hún tók á sínum tíma, svaraði Wiegman því neitandi. Earps segist þá hafa tjáð Wiegman að henni litist ekki vel á þær fyrirætlanir landsliðsþjálfarans en í mars 2023 sneri Hampton þó aftur í liðið og hefur síðan þá verið hluti af enska landsliðinu. Earps lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir Evrópumótið fyrr á þessu ári. Hampton varði mark Englands á mótinu en liðið stóð þar uppi sem Evrópumeistari eftir sigur á spænska landsliðinu í úrslitaleiknum. Enska landsliðið er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2027 en auk þessara liða eru landslið Spánar og Úkraínu einnig í sama riðli.
HM 2027 í Brasilíu Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira