„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 16:52 Arnar Gunnlaugsson og hans menn eru einum afar erfiðum leik frá því að komast í HM-umspilið. Getty/Ramsey Cardy Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn. „Það eru allir heilir. Æfðu allir áðan. Stutt síðan síðasti leikur var og sumir eru lemstraðri en aðrir. Menn eru að ná áttum aftur, erfið ferðalög og tímamismunur, en núna lítur út fyrir að hópurinn sé góður. Eggert er kominn með stóra brosið sitt og allir eru glaðir,“ sagði Arnar hress á blaðamannafundinum í Varsjá í dag. Þar vísaði hann til komu Eggerts Arons Guðmundssonar sem kallaður var til úr U21-landsliðinu vegna meiðsla Mikaels Andersonar. Arnar var spurður út í gagnrýni Lárusar Orra Sigurðssonar í útsendingu Sýnar Sport á varnarleik Íslands gegn Aserum síðasta fimmtudag, og hvort hann hefði áhyggjur fyrir leikinn á morgun. „Ég hef alltaf áhyggjur, ég held að það sé eðli þjálfarans. Þetta fer eftir því með hvaða gleraugum þú horfir á leikinn í Bakú. Þetta voru eðlileg viðbrögð [hjá leikmönnum]. Úrslitaleikur sem beið okkar við Úkraínu. Leikmönnum leið vel eftir fyrri hálfleikinn og ætluðu að taka þetta með annarri hendi í seinni. Aserarnir stigu á bensíngjöfina og höfðu engu að tapa en í minningunni náðu þeir ekki að skapa nein hættuleg færi, nema kannski eftir okkar klaufagang,“ sagði Arnar. „Þá munum við aldrei fara á HM“ Ísland vann 2-0 sigur gegn Aserum og er nú í þeirri stöðu að duga jafntefli á morgun til að komast í HM-umspilið. „En ég skil hvert menn eru að fara. Ef við ætlum að spila varnarleik eins og í seinni hálfleik gegn Aserum þá munum við aldrei fara á HM. Ég held að strákarnir viti það. Hingað til höfum við spilað opinn varnarleik mjög vel í þessari keppni. Ég veit að þá koma margir og segja að við fengum fimm mörk á okkur á móti Úkraínu. Við erum búnir að fara yfir þau mörk. Við fengum á okkur fjögur gegn Frökkum. En leikirnir á móti Aserbaísjan voru fagmannlega unnir. Heilt yfir gerum við okkur grein fyrir því að við þurfum sterkari varnarleik á morgun til að komast áfram,“ sagði Arnar. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
„Það eru allir heilir. Æfðu allir áðan. Stutt síðan síðasti leikur var og sumir eru lemstraðri en aðrir. Menn eru að ná áttum aftur, erfið ferðalög og tímamismunur, en núna lítur út fyrir að hópurinn sé góður. Eggert er kominn með stóra brosið sitt og allir eru glaðir,“ sagði Arnar hress á blaðamannafundinum í Varsjá í dag. Þar vísaði hann til komu Eggerts Arons Guðmundssonar sem kallaður var til úr U21-landsliðinu vegna meiðsla Mikaels Andersonar. Arnar var spurður út í gagnrýni Lárusar Orra Sigurðssonar í útsendingu Sýnar Sport á varnarleik Íslands gegn Aserum síðasta fimmtudag, og hvort hann hefði áhyggjur fyrir leikinn á morgun. „Ég hef alltaf áhyggjur, ég held að það sé eðli þjálfarans. Þetta fer eftir því með hvaða gleraugum þú horfir á leikinn í Bakú. Þetta voru eðlileg viðbrögð [hjá leikmönnum]. Úrslitaleikur sem beið okkar við Úkraínu. Leikmönnum leið vel eftir fyrri hálfleikinn og ætluðu að taka þetta með annarri hendi í seinni. Aserarnir stigu á bensíngjöfina og höfðu engu að tapa en í minningunni náðu þeir ekki að skapa nein hættuleg færi, nema kannski eftir okkar klaufagang,“ sagði Arnar. „Þá munum við aldrei fara á HM“ Ísland vann 2-0 sigur gegn Aserum og er nú í þeirri stöðu að duga jafntefli á morgun til að komast í HM-umspilið. „En ég skil hvert menn eru að fara. Ef við ætlum að spila varnarleik eins og í seinni hálfleik gegn Aserum þá munum við aldrei fara á HM. Ég held að strákarnir viti það. Hingað til höfum við spilað opinn varnarleik mjög vel í þessari keppni. Ég veit að þá koma margir og segja að við fengum fimm mörk á okkur á móti Úkraínu. Við erum búnir að fara yfir þau mörk. Við fengum á okkur fjögur gegn Frökkum. En leikirnir á móti Aserbaísjan voru fagmannlega unnir. Heilt yfir gerum við okkur grein fyrir því að við þurfum sterkari varnarleik á morgun til að komast áfram,“ sagði Arnar.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira