Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:31 Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, bregst hér við eftir að jöfnunarmark hans á móti Manchester City var dæmt af í gær. Getty/Carl Recine/ Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Markið var hins vegar dæmt af og Manchester City endaði á því að gjörsigra Liverpool 3–0. Dómari leiksins var kallaður á skjáinn og dæmdi í framhaldinu markið af. Virgil van Dijk skallaði þarna hornspyrnu Mo Salah í netið en markið var dæmt af þar sem dómararnir töldu að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi staðið í vegi fyrir sjónlínu markvarðarins. Gagnrýndu ákvörðun dómaranna Manchester United-goðsagnirnar Peter Schmeichel og Wayne Rooney fundu báðir til með Liverpool og gagnrýndu ákvörðun dómaranna. Schmeichel gat ekki skilið hvernig markið fékk ekki að standa. „Þetta er slæm ákvörðun,“ sagði Schmeichel í útsendingu Viaplay og hélt áfram: „Hver veit hvort hann truflar markvörðinn þarna? Hver veit það? Enginn. Þeir þurfa að vera nákvæmari í reglunum,“ sagði Schmeichel og hélt áfram: „Þetta þarf að vera miklu skýrara, við getum ekki verið með þessa umræðu. Mér finnst þetta svolítið hart gagnvart Liverpool, að markið sé ekki dæmt gilt,“ sagði Schmeichel. Röng ákvörðun Wayne Rooney, sérfræðingur BBC, gagnrýndi ákvörðunina einnig. „Ég held ekki að Andy Robertson hafi truflað Donnarumma í því að verja skotið. Markvörður City sá boltann alla tímann svo mér finnst þetta hafa verið röng ákvörðun,“ segir Rooney samkvæmt BBC. Virgil van Dijk sjálfur var fámáll um atvikið eftir leikinn. „Það er engin ástæða fyrir mig að tala um það. Sannleikurinn er sá að við töpuðum 0–3 og það er mjög þungt. Það skiptir engu máli hvað ég segi, því allt sem ég segi mun enda í fjölmiðlum og allt landsleikjahléið mun snúast um ummæli mín um ákvörðunina. Ég einbeiti mér bara að því að við töpuðum, þið getið deilt um hvort markið hefði átt að standa,“ sagði van Dijk við Sky Sports. Wayne Rooney does not think Virgil van Dijk's goal should've been disallowed ❌#MOTD pic.twitter.com/gsNDHwrZsY— Match of the Day (@BBCMOTD) November 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Dómari leiksins var kallaður á skjáinn og dæmdi í framhaldinu markið af. Virgil van Dijk skallaði þarna hornspyrnu Mo Salah í netið en markið var dæmt af þar sem dómararnir töldu að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi staðið í vegi fyrir sjónlínu markvarðarins. Gagnrýndu ákvörðun dómaranna Manchester United-goðsagnirnar Peter Schmeichel og Wayne Rooney fundu báðir til með Liverpool og gagnrýndu ákvörðun dómaranna. Schmeichel gat ekki skilið hvernig markið fékk ekki að standa. „Þetta er slæm ákvörðun,“ sagði Schmeichel í útsendingu Viaplay og hélt áfram: „Hver veit hvort hann truflar markvörðinn þarna? Hver veit það? Enginn. Þeir þurfa að vera nákvæmari í reglunum,“ sagði Schmeichel og hélt áfram: „Þetta þarf að vera miklu skýrara, við getum ekki verið með þessa umræðu. Mér finnst þetta svolítið hart gagnvart Liverpool, að markið sé ekki dæmt gilt,“ sagði Schmeichel. Röng ákvörðun Wayne Rooney, sérfræðingur BBC, gagnrýndi ákvörðunina einnig. „Ég held ekki að Andy Robertson hafi truflað Donnarumma í því að verja skotið. Markvörður City sá boltann alla tímann svo mér finnst þetta hafa verið röng ákvörðun,“ segir Rooney samkvæmt BBC. Virgil van Dijk sjálfur var fámáll um atvikið eftir leikinn. „Það er engin ástæða fyrir mig að tala um það. Sannleikurinn er sá að við töpuðum 0–3 og það er mjög þungt. Það skiptir engu máli hvað ég segi, því allt sem ég segi mun enda í fjölmiðlum og allt landsleikjahléið mun snúast um ummæli mín um ákvörðunina. Ég einbeiti mér bara að því að við töpuðum, þið getið deilt um hvort markið hefði átt að standa,“ sagði van Dijk við Sky Sports. Wayne Rooney does not think Virgil van Dijk's goal should've been disallowed ❌#MOTD pic.twitter.com/gsNDHwrZsY— Match of the Day (@BBCMOTD) November 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira