„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2025 11:02 Sigurður Kristófer var formaður Kyndils. Hann er fyrir miðju á myndinni en með honum eru félagar hans í Kyndli. Landsbjörg Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“ Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“
Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
„Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38