Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 22:43 Halla Tómasdóttir forseti Íslands hlaut þann heiður að fá fyrsta Neyðarkall ársins. Hún kveðst bera ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum landsins og efast raunar um að Ísland væri byggilegt án þeirra í ljósi hinna vályndu veðra og kraftmikilla náttúruafla. Vísir/Margrét Helga Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. „Já, því miður þá upplifðum við það að missa kæran félaga í slysi við æfingar í straumvatnsbjörgun fyrir rétt um ári síðan,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við afhjúpun Neyðarkallsins við bakka Elliðaáa í Reykjavík. Slysið skelfilega varð við tungufljót, nálægt Geysi í Haukadal sunnudaginn 3. nóvember 2024. „Í kjölfarið var í samráði við hans fjölskyldu tekin ákvörðun um heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns.“ Það var við hæfi að straumvatnsbjörgunarfólk var viðstatt þegar hið árlega forvarnarátak hófst í hádeginu. Fréttamaður ræddi stuttlega við það og var ljóst að hugur þess var hjá Sigurði, félaga þeirra heitnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari Landsbjargar og hlaut hún þann heiður að fá í hendurnar fyrsta Neyðarkall ársins. „Ég ber ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum Íslands og ber til þeirra mikið þakklæti vegna þess að Ísland væri mögulega ekki byggilegt án þeirra. Við þekkjum öll þegar við lendum í óveðri hérna hvernig björgunarsveitin er fyrst á staðinn og við þekkjum það þegar ferðamennirnir okkar týnast að björgunarsveitin okkar mætir. Það eru um 15 þúsund manns skráðir í þessa sjálfboðaliðahreyfingu og það er ótrúlega falleg nýliðun í henni, það eru fleiri þúsundir tilbúnar til að mæta á staðinn þegar eitthvað bregður út af og það gerist bara ansi oft í okkar landi. Svo held ég fyrir einstaklingana sem taka þátt í þessu og ekki síst unga fólkið sem leitar í þetta starf að þú lærir svo ótrúlega mikið um að vera í íslenskri náttúru og um að gefa af þér og allt sem skiptir máli í lífinu.“ Sala á Neyðarkallinum er árleg fjáröflun en þetta er í 20. skiptið sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er notaður til að efla og styrkja starfið. Jón Þór vakti þá athygli á átaksverkefni Landsbjargar sem felst í því að reyna að koma í veg fyrir drukknun. „Eitt af stóru slysavarnaverkefnum félagsins í ár er að vekja athygli á að 7-8 manns drukkna á hverju ári, einstaklingar sem ætluðu sér aldrei í vatn og þetta er álíka fjöldi og lætur lífið í umferðarslysum en fer hljótt um þannig að það er eitt af stóru átaksverkefnum okkar þetta árið.“ Sala á Neyðarkallinum fer fram dagana 5.-9. nóvember og verður hægt að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum í helstu verslunarkjörnum um land allt. Björgunarsveitir Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02 „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Já, því miður þá upplifðum við það að missa kæran félaga í slysi við æfingar í straumvatnsbjörgun fyrir rétt um ári síðan,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við afhjúpun Neyðarkallsins við bakka Elliðaáa í Reykjavík. Slysið skelfilega varð við tungufljót, nálægt Geysi í Haukadal sunnudaginn 3. nóvember 2024. „Í kjölfarið var í samráði við hans fjölskyldu tekin ákvörðun um heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns.“ Það var við hæfi að straumvatnsbjörgunarfólk var viðstatt þegar hið árlega forvarnarátak hófst í hádeginu. Fréttamaður ræddi stuttlega við það og var ljóst að hugur þess var hjá Sigurði, félaga þeirra heitnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari Landsbjargar og hlaut hún þann heiður að fá í hendurnar fyrsta Neyðarkall ársins. „Ég ber ómælda virðingu fyrir björgunarsveitum Íslands og ber til þeirra mikið þakklæti vegna þess að Ísland væri mögulega ekki byggilegt án þeirra. Við þekkjum öll þegar við lendum í óveðri hérna hvernig björgunarsveitin er fyrst á staðinn og við þekkjum það þegar ferðamennirnir okkar týnast að björgunarsveitin okkar mætir. Það eru um 15 þúsund manns skráðir í þessa sjálfboðaliðahreyfingu og það er ótrúlega falleg nýliðun í henni, það eru fleiri þúsundir tilbúnar til að mæta á staðinn þegar eitthvað bregður út af og það gerist bara ansi oft í okkar landi. Svo held ég fyrir einstaklingana sem taka þátt í þessu og ekki síst unga fólkið sem leitar í þetta starf að þú lærir svo ótrúlega mikið um að vera í íslenskri náttúru og um að gefa af þér og allt sem skiptir máli í lífinu.“ Sala á Neyðarkallinum er árleg fjáröflun en þetta er í 20. skiptið sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er notaður til að efla og styrkja starfið. Jón Þór vakti þá athygli á átaksverkefni Landsbjargar sem felst í því að reyna að koma í veg fyrir drukknun. „Eitt af stóru slysavarnaverkefnum félagsins í ár er að vekja athygli á að 7-8 manns drukkna á hverju ári, einstaklingar sem ætluðu sér aldrei í vatn og þetta er álíka fjöldi og lætur lífið í umferðarslysum en fer hljótt um þannig að það er eitt af stóru átaksverkefnum okkar þetta árið.“ Sala á Neyðarkallinum fer fram dagana 5.-9. nóvember og verður hægt að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum í helstu verslunarkjörnum um land allt.
Björgunarsveitir Forseti Íslands Tengdar fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02 „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21. júlí 2025 08:02
„Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38
Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55