Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Samstarf Arne Slot og John Heitinga skilaði Englandsmeistaratitli á fyrsta tímabili. Getty/Peter Byrne/ Hollenska fótboltafélagið hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann John Heitinga, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Arne Slot hjá Liverpool. Heitinga þurfti að taka pokann sinn innan við sex mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool. Hinn 41 árs gamli Heitinga vann aðeins fimm af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði í hollensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Feyenoord. 🚨 Ajax have approached their former manager - and ex-Manchester United boss - Erik ten Hag over a return after sacking head coach John Heitinga.Fred Grim will take over Heitinga’s duties in the meantime as interim coach.Ajax sit 8 points adrift of Eredivisie leaders… pic.twitter.com/Wv9eJh2lcQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 7, 2025 Ajax hefur auk þess tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þar á meðal var 3-0 tap á heimavelli gegn Galatasaray á miðvikudag sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Heitinga. Heitinga, sem er fyrrverandi leikmaður Everton, var aðstoðarþjálfari Slot á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ajax í lok maí og sneri þar með aftur til félagsins þar sem hann lék yfir tvö hundruð leiki áður en hann varð stjóri varaliðsins og bráðabirgðastjóri aðalliðsins. „Þetta er sársaukafull ákvörðun. Við vitum að það getur tekið tíma fyrir nýjan þjálfara að vinna með leikmannahóp sem hefur tekið breytingum. Við höfum gefið John þann tíma, en við teljum að það sé best fyrir félagið að ráða einhvern annan til að leiða liðið,“ sagði Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, á vefsíðu félagsins: Aðstoðarþjálfarinn, hinn sextugi Fred Grim, mun stýra Ajax til bráðabirgða. Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ajax hafi áhuga á að ráða fyrrverandi stjóra sinn, Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október 2024 og entist aðeins í tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen áður en honum var sagt upp í september á þessu ári. Ajax has suspended John Heitinga with immediate effect. The head coach’s contract was due to run until June 30, 2027, but will now be terminated. The same applies to assistant coach Marcel Keizer. Ajax is looking for a new head coach; in the meantime, Fred Grim will take over… pic.twitter.com/phMVZ7PbYI— AFC Ajax (@AFCAjax) November 6, 2025 Hollenski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira
Heitinga þurfti að taka pokann sinn innan við sex mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool. Hinn 41 árs gamli Heitinga vann aðeins fimm af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði í hollensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Feyenoord. 🚨 Ajax have approached their former manager - and ex-Manchester United boss - Erik ten Hag over a return after sacking head coach John Heitinga.Fred Grim will take over Heitinga’s duties in the meantime as interim coach.Ajax sit 8 points adrift of Eredivisie leaders… pic.twitter.com/Wv9eJh2lcQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 7, 2025 Ajax hefur auk þess tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þar á meðal var 3-0 tap á heimavelli gegn Galatasaray á miðvikudag sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Heitinga. Heitinga, sem er fyrrverandi leikmaður Everton, var aðstoðarþjálfari Slot á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ajax í lok maí og sneri þar með aftur til félagsins þar sem hann lék yfir tvö hundruð leiki áður en hann varð stjóri varaliðsins og bráðabirgðastjóri aðalliðsins. „Þetta er sársaukafull ákvörðun. Við vitum að það getur tekið tíma fyrir nýjan þjálfara að vinna með leikmannahóp sem hefur tekið breytingum. Við höfum gefið John þann tíma, en við teljum að það sé best fyrir félagið að ráða einhvern annan til að leiða liðið,“ sagði Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, á vefsíðu félagsins: Aðstoðarþjálfarinn, hinn sextugi Fred Grim, mun stýra Ajax til bráðabirgða. Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ajax hafi áhuga á að ráða fyrrverandi stjóra sinn, Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október 2024 og entist aðeins í tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen áður en honum var sagt upp í september á þessu ári. Ajax has suspended John Heitinga with immediate effect. The head coach’s contract was due to run until June 30, 2027, but will now be terminated. The same applies to assistant coach Marcel Keizer. Ajax is looking for a new head coach; in the meantime, Fred Grim will take over… pic.twitter.com/phMVZ7PbYI— AFC Ajax (@AFCAjax) November 6, 2025
Hollenski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira