Fótbolti

Um­boðs­maður hótaði leik­manni með byssu

Siggeir Ævarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni óbeint.
Myndin tengist fréttinni óbeint. Getty Images

Umboðsmaður sem starfar í ensku úrvalsdeildinni var handtekinn á dögunum eftir að leikmanni var hótað með byssu þar sem hann var á göngu í Lundúnum. 

Fréttir af atvikinu eru nokkuð óljósar en hvorki hefur verið greint frá nafni leikmannsins né umboðsmannsins. Í breskum fjölmiðlum er þó gjarnan vísað til þess að leikmaðurinn sé á þrítugsaldri og metinn á 60 milljónir punda.

Leikmaðurinn ónefndi ku hafa verið á göngu ásamt vini sínum á fjölfarinni götu í London þegar honum var hótað með byssu af umboðsmanninu, og þá var öðrum manni einnig hótað og tilraun gerð til fjárkúgunar.

Umboðsmanninum hefur verið sleppt gegn tryggingu og settur í farbann og þá hefur honum einnig verið bannað að hafa samband við leikmanninn og að koma nálægt æfingasvæði félagsins meðan rannsókn málsins stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×