Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 11:35 Þótt ungum mönnum hafi fjölgað sem velja að drekka ekki áfengi eru dönsk ungmenni enn með þeim drykkfelldustu í Evrópu. Getty/Robbie Jay Barratt Síðastliðinn áratug hefur fjölgað í hópi þeirra ungu manna í Danmörku sem velja að neyta ekki áfengis. Þá hefur þeim einnig fækkað sem reykja sígarettur og kannabis en notkun rafretta og nikótínpúða hefur aukist á móti. Þrátt fyrir vísbendingar um að æ fleiri velji að drekka ekki áfengi eru dönsk ungmenni þó enn „Evrópumeistarar í drykkju.“ Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Danmörku sem DR fjallar um í dag. Niðurstöður sýna að það er orðið æ algengara meðal ungra manna á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára að þeir velji að drekka ekki áfengi samanborið við sambærilega rannsókn frá árinu 2014. Að sama skapi segjast umtalsvert færri karlar í sama aldurshópi hafa prófað að neyta kannabis. Drykkja ungra kvenna stöðugri Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra ungmenna sem segjast ekki neyta áfengis segjast þó langflestir eða 93,3% svarenda á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára hafa neytt áfengis. Til samanburðar var hlutfallið 95,1% árið 2014. Neysla kvenna í aldurshópnum hefur nokkurn veginn staðið í stað en lækkun hlutfallsins skýrist að mestu af fækkun þeirra ungu karla sem ekki drekka áfengi. Þá benda niðurstöður til þess að þeim hafi fækkað enn frekar sem ekki hafa prófað að reykja kannabis. Árið 2014 sögðust 44% ungmenna í umræddum aldurshópi hafa prófað kannabis samanborið við 31,6% í ár. Ófeimnari við að segjast ekki drekka Kirsten Frederiksen, aðjúnkt við rannsóknarmiðstöðina, segir breytinguna mesta í tilfelli ungra karla. Hún segir niðurstöðurnar mögulega benda til þess að ungir menn séu varkárari í garð vímuefna en fyrri kynslóðir. Undir það tekur hinn tvítugi Simon Boesdal sem var til viðtals hjá DR í tengslum við umfjöllunina. „Ég held 100% að unga fólkið sé orðið betra í að segja nei og hugsa „þetta er ekki gott fyrir mig, svo af hverju ætti ég?,“ segir Simon, sem sjálfur drekkur ekki áfengi og segist þekkja fáa sem reyki kannabis. Frederiksen bendir á í samtali við DR að ungt fólk í Danmörku sé ennþá „Evrópumeistarar í áfengisdrykkju.“ Þróunin bendi hins vegar til þess að það gæti verið að eiga sér stað breyting á drykkjumenningu ungra karla. Þannig sýni rannsóknin einnig að fleiri karlar á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára hafi ekki neytt áfengis síðastliðið eitt ár. Danmörk Áfengi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Danmörku sem DR fjallar um í dag. Niðurstöður sýna að það er orðið æ algengara meðal ungra manna á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára að þeir velji að drekka ekki áfengi samanborið við sambærilega rannsókn frá árinu 2014. Að sama skapi segjast umtalsvert færri karlar í sama aldurshópi hafa prófað að neyta kannabis. Drykkja ungra kvenna stöðugri Þrátt fyrir fjölgun í hópi þeirra ungmenna sem segjast ekki neyta áfengis segjast þó langflestir eða 93,3% svarenda á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára hafa neytt áfengis. Til samanburðar var hlutfallið 95,1% árið 2014. Neysla kvenna í aldurshópnum hefur nokkurn veginn staðið í stað en lækkun hlutfallsins skýrist að mestu af fækkun þeirra ungu karla sem ekki drekka áfengi. Þá benda niðurstöður til þess að þeim hafi fækkað enn frekar sem ekki hafa prófað að reykja kannabis. Árið 2014 sögðust 44% ungmenna í umræddum aldurshópi hafa prófað kannabis samanborið við 31,6% í ár. Ófeimnari við að segjast ekki drekka Kirsten Frederiksen, aðjúnkt við rannsóknarmiðstöðina, segir breytinguna mesta í tilfelli ungra karla. Hún segir niðurstöðurnar mögulega benda til þess að ungir menn séu varkárari í garð vímuefna en fyrri kynslóðir. Undir það tekur hinn tvítugi Simon Boesdal sem var til viðtals hjá DR í tengslum við umfjöllunina. „Ég held 100% að unga fólkið sé orðið betra í að segja nei og hugsa „þetta er ekki gott fyrir mig, svo af hverju ætti ég?,“ segir Simon, sem sjálfur drekkur ekki áfengi og segist þekkja fáa sem reyki kannabis. Frederiksen bendir á í samtali við DR að ungt fólk í Danmörku sé ennþá „Evrópumeistarar í áfengisdrykkju.“ Þróunin bendi hins vegar til þess að það gæti verið að eiga sér stað breyting á drykkjumenningu ungra karla. Þannig sýni rannsóknin einnig að fleiri karlar á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára hafi ekki neytt áfengis síðastliðið eitt ár.
Danmörk Áfengi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira