Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 11:02 Innviðir eru mikið skemmdir á Jamaíku. AP/Matias Delacroix Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix
Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20
Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“