Fótbolti

Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra María Jessen hefur farið frábærlega af stað með Köln.
Sandra María Jessen hefur farið frábærlega af stað með Köln. getty/Christof Koepsel

Íslenska landsliðskonan Sandra María Jessen skoraði mark Köln í 5-1 tapi fyrir Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Sandra María hefur verið í stuði að undanförnu og skorað sex mörk í síðustu fimm leikjum Köln. Akureyringurinn gekk í raðir Köln frá Þór/KA í lok ágúst.

Sandra María kom Köln yfir gegn Bayern strax á 5. mínútu en þýsku meistararnir svöruðu með fimm mörkum og tryggðu sér öruggan sigur.

Glódís Perla Viggósdóttir sat allan tímann á varamannabekknum hjá Bayern sem er með nítján stig á toppi deildarinnar, þremur stigum á undan Wolfsburg.

Köln er í 10. sætinu með sjö stig. Sandra María hefur skorað fjögur af átta mörkum liðsins í deildinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×