Dramatískt sigur­mark Barcelona í upp­bótartíma

Siggeir Ævarsson skrifar
Ronald Araujo skoraði sigurmarkið í dag
Ronald Araujo skoraði sigurmarkið í dag Vísir/Getty

Barcelona er komið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir dramatískan 2-1 sigur á Girona en sigurmarkið kom ekki fyrr en undir lok uppbótartíma.

Pedri kom heimamönnum yfir með marki á 13. mínútu en gestirnir voru fljótir að jafna. Axel Witsel jafnaði metin á 20. mínútu. Gestirnir fengu nokkur góð færi í kjölfarið og hefðu hæglega getað verið 1-4 yfir í hálfleik en tókst ekki að nýta færin og staðan því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks.

Hvorugu liði tókst að skora mark í venjulegum leiktíma seinni hálfleiks en fjórum mínútum var bætt við. Þegar klukkan sló 92:27 afgreiddi Ronald Araújo fyrirgjöf frá Frenkie de Jong snyrtilega í markið umkringdur varnarmönnum.

Það reyndist sigurmarkið og Barcelona tyllir sér á topp deildarinnar, stigi á undan Real Madrid sem á leik til góða á morgun þegar liðið sækir Getafe heim.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira