FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 21:48 Vinirnir Gianni Infantino og Donald Trump á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategu Donald Trump hótaði borgarstjórum í Bandaríkjunum að hann gæti tekið HM-leiki af þeim. Í fyrstu neitaði FIFA að Bandaríkjaforseti hefði slík völd en nú er komið annað hljóð í FIFA-fólk. FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025 FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira