Innlent

Við­gerð lokið á stofnstreng Mílu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slitið hefur áhrif á fjögur hundruð nettengingar.
Slitið hefur áhrif á fjögur hundruð nettengingar. Vísir/Vilhelm

Strengslit urðu á stofnstreng Mílu á milli Breiðholts og Hveragerðis á fimmta tímanum. Það hafði áhrif á nettengingar í Norðlingaholti en viðgerðum er nú lokið.

Í fréttatilkynningu frá Mílu segir að slitið hefur áhrif á um fjögur hundruð nettengingar í Norðlingaholti. Framkvæmdasvið fór af stað um hálf sex að leita að slitinu sem fannst korteri seinna við Arnarnesveg. 

Grafa þarf að slitinum til að lagfæra þau en áætlað var að viðgerðum myndi ljúka klukkan tíu í kvöld. Viðgerðirnar tóku skemmri tíma og voru allar tengingar komnar í lag rétt eftir klukkan átta í kvöld.

Í tilkynningu á heimasíðu Mílu segir að strengslitið hafði einnig áhrif á farsímasenda í Vatnsenda og í Bláfjöllum. 

Síðar tilkynnti Míla að allar tengingar hafi verið komnar inn klukkan 20:08. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×