Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2025 10:32 Jordan Pickford hefur ekki fengið á sig mark fyrir enska landsliðið í heilt ár. getty/Mateusz Slodkowski Lee Dixon kom við kauninn á Everton-mönnum þegar hann lýsti leik Lettlands og Englands í undankeppni HM 2026 í gær. Félagið svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum. Jordan Pickford var á sínum stað í markinu hjá enska liðinu í leiknum í Ríga. Hann hélt hreinu og Englendingar unnu 0-5 sigur og tryggðu sér þar með sæti á HM næsta sumar. Í lýsingu sinni á leiknum á ITV velti Dixon því fyrir sér af hverju Pickford hefði ekki farið til stærra félags en Everton. Búist er við því að hann skrifi undir nýjan samning við Everton á næstu dögum. Þessi ummæli Dixons fóru illa í Everton-menn og skömmu eftir að hann lét þau falla birtist færsla á X-síðu félagsins. Þar voru titlar Everton taldir upp en félagið hefur níu sinnum orðið enskur meistari, fimm sinnum bikarmeistari og vann Evrópukeppni bikarhafa 1985. Jafnframt var tiltekið að Everton ætti ástríðufulla stuðningsmenn og spilaði á nýjum og glæsilegum leikvangi. „Everton - stórt félag: í fortíð, nútíð og framtíð,“ stóð enn fremur í færslunni. 🔘 9 top-flight titles🔘 5 FA Cups🔘 1 European title🔘 One of football’s most passionate fanbases🔘 A world-class new stadiumEverton FC - a big club: past, present & future, @LeeDixon2. pic.twitter.com/cN3mkirQXa— Everton (@Everton) October 14, 2025 Pickford setti met í gær en hann hefur nú haldið hreinu í níu leikjum fyrir enska landsliðið í röð. Hann lék sinn áttugasta landsleik gegn Lettlandi í gær. Hinn 31 árs Pickford hefur leikið með Everton síðan 2017 þegar hann kom til félagsins frá Sunderland. Pickford hefur leikið 322 leiki fyrir Everton. Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Jordan Pickford var á sínum stað í markinu hjá enska liðinu í leiknum í Ríga. Hann hélt hreinu og Englendingar unnu 0-5 sigur og tryggðu sér þar með sæti á HM næsta sumar. Í lýsingu sinni á leiknum á ITV velti Dixon því fyrir sér af hverju Pickford hefði ekki farið til stærra félags en Everton. Búist er við því að hann skrifi undir nýjan samning við Everton á næstu dögum. Þessi ummæli Dixons fóru illa í Everton-menn og skömmu eftir að hann lét þau falla birtist færsla á X-síðu félagsins. Þar voru titlar Everton taldir upp en félagið hefur níu sinnum orðið enskur meistari, fimm sinnum bikarmeistari og vann Evrópukeppni bikarhafa 1985. Jafnframt var tiltekið að Everton ætti ástríðufulla stuðningsmenn og spilaði á nýjum og glæsilegum leikvangi. „Everton - stórt félag: í fortíð, nútíð og framtíð,“ stóð enn fremur í færslunni. 🔘 9 top-flight titles🔘 5 FA Cups🔘 1 European title🔘 One of football’s most passionate fanbases🔘 A world-class new stadiumEverton FC - a big club: past, present & future, @LeeDixon2. pic.twitter.com/cN3mkirQXa— Everton (@Everton) October 14, 2025 Pickford setti met í gær en hann hefur nú haldið hreinu í níu leikjum fyrir enska landsliðið í röð. Hann lék sinn áttugasta landsleik gegn Lettlandi í gær. Hinn 31 árs Pickford hefur leikið með Everton síðan 2017 þegar hann kom til félagsins frá Sunderland. Pickford hefur leikið 322 leiki fyrir Everton.
Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira