Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íþróttadeild Sýnar skrifar 13. október 2025 21:13 Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. Íslenska liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir, þökk sé Guðlaugi Victori Pálssyni. Frakkar sóttu stíft í síðari hálfleik en Ísland gerði vel í því að verjast. Stíflan brast hins vegar á 63. mínútu þegar Christopher Nkunku jafnaði metin og Jean-Philippe Mateta tvöfaldaði svo forystu Frakka fimm mínútum síðar. Kristian Hlynsson, sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks, jafnaði metin fyrir Ísland stuttu síðar eftir frábæra sókn. Að öllum öðrum ólöstuðum var Hákon Arnar Haraldsson maður leiksins hjá Íslandi. Fyrirliðinn stóð sig frábærlega á miðjunni, sýndi ekki sömu veikleika varnarlega og var mjög ógnandi sóknarlega. Stýrði spilinu vel, sótti boltann oft og var potturinn og pannan í öllu sem íslenska liðið lagði upp með. Hákon var gríðarmikilvægur í öllum aðgerðum, þó aðrir eigi sannarlega líka hrós skilið. Albert Guðmundsson kom að báðum mörkum Íslands, Kristian Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið og Elías Rafn sá til þess að staðan héldist jöfn með nokkrum frábærum vörslum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [8] Öruggur í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur. Varði vel frá Nkunku í byrjun leiks og varði dauðafæri Mateta undir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Skoraði fyrsta mark Íslendinga. Leit ekki vel út í mörkum Frakka. Setti enga pressu á Nkunku í fyrra markinu en vantaði hjálp. Kom sér fyrir mikilvægar fyrirgjafir Frakka og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir Íslenska liðið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [7] Mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Gleymdi sér í öðru marki Frakka og missti af Mateta. Átti samt sem áður flottan leik og var frábær í vörninni. Logi Tómasson, vinstri bakvörður - [6] Átti fína frammistöðu vinstra megin í vörninni en tókst lítið að koma sér fram á völlinn. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Átti góðan leik á miðjunni í kvöld. Átti mikilvægustu stungusendingu leiksins í aðdraganda seinna marki Íslands. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [9] Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum okkar sem var öflugur á miðjunni. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Öflugur fremstur á miðjunni í kvöld. Tók aukaspyrnuna sem fyrsta mark Íslands kom uppúr. Hann átti einnig stoðsendinguna á Kristian Hlynsson í öðru marki Íslands. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður - [7] Átti flotta spretti á vinstri kantinum. Átti líklega mikilvægustu vörslu leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Var færður af hægri kantinum í vinstri bakvörð. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherji [6] Komst í lítinn takt við leikinn og átti í erfiðri baráttu við William Saliba og Dayot Upamecano. Lét þó aldrei deigan síga og hjálpaði liðinu. Sævar Atli Magnússon, framherji - [6] Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og var ákafur í pressunni. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á fyrir Sævar Atla á 45+1. mínútu [6] Náði ekki að setja mark sitt á leikinn en stóð sig ágætlega í pressunni fremst á vellinum. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen 46. mínútu [7] Öflug innkoma hjá Kristiani, duglegur í pressunni og skoraði glæsilegt mark. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 63. mínútu. [5] Sást lítið til hans í leiknum og maður veltir fyrir sér þessari skiptingu. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir, þökk sé Guðlaugi Victori Pálssyni. Frakkar sóttu stíft í síðari hálfleik en Ísland gerði vel í því að verjast. Stíflan brast hins vegar á 63. mínútu þegar Christopher Nkunku jafnaði metin og Jean-Philippe Mateta tvöfaldaði svo forystu Frakka fimm mínútum síðar. Kristian Hlynsson, sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks, jafnaði metin fyrir Ísland stuttu síðar eftir frábæra sókn. Að öllum öðrum ólöstuðum var Hákon Arnar Haraldsson maður leiksins hjá Íslandi. Fyrirliðinn stóð sig frábærlega á miðjunni, sýndi ekki sömu veikleika varnarlega og var mjög ógnandi sóknarlega. Stýrði spilinu vel, sótti boltann oft og var potturinn og pannan í öllu sem íslenska liðið lagði upp með. Hákon var gríðarmikilvægur í öllum aðgerðum, þó aðrir eigi sannarlega líka hrós skilið. Albert Guðmundsson kom að báðum mörkum Íslands, Kristian Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið og Elías Rafn sá til þess að staðan héldist jöfn með nokkrum frábærum vörslum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [8] Öruggur í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur. Varði vel frá Nkunku í byrjun leiks og varði dauðafæri Mateta undir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Skoraði fyrsta mark Íslendinga. Leit ekki vel út í mörkum Frakka. Setti enga pressu á Nkunku í fyrra markinu en vantaði hjálp. Kom sér fyrir mikilvægar fyrirgjafir Frakka og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir Íslenska liðið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [7] Mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Gleymdi sér í öðru marki Frakka og missti af Mateta. Átti samt sem áður flottan leik og var frábær í vörninni. Logi Tómasson, vinstri bakvörður - [6] Átti fína frammistöðu vinstra megin í vörninni en tókst lítið að koma sér fram á völlinn. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Átti góðan leik á miðjunni í kvöld. Átti mikilvægustu stungusendingu leiksins í aðdraganda seinna marki Íslands. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [9] Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum okkar sem var öflugur á miðjunni. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Öflugur fremstur á miðjunni í kvöld. Tók aukaspyrnuna sem fyrsta mark Íslands kom uppúr. Hann átti einnig stoðsendinguna á Kristian Hlynsson í öðru marki Íslands. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður - [7] Átti flotta spretti á vinstri kantinum. Átti líklega mikilvægustu vörslu leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Var færður af hægri kantinum í vinstri bakvörð. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherji [6] Komst í lítinn takt við leikinn og átti í erfiðri baráttu við William Saliba og Dayot Upamecano. Lét þó aldrei deigan síga og hjálpaði liðinu. Sævar Atli Magnússon, framherji - [6] Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og var ákafur í pressunni. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á fyrir Sævar Atla á 45+1. mínútu [6] Náði ekki að setja mark sitt á leikinn en stóð sig ágætlega í pressunni fremst á vellinum. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen 46. mínútu [7] Öflug innkoma hjá Kristiani, duglegur í pressunni og skoraði glæsilegt mark. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 63. mínútu. [5] Sást lítið til hans í leiknum og maður veltir fyrir sér þessari skiptingu. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira