Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 17:31 Skólar og foreldrar hafi verið í vandræðum með hópaskiptinguna. Vísir/Samsett Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. Leiðbeiningaskjal á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Í skjalinu er mælst til þess að bjóða ekki í afmælisveislur barna eftir kyni vegna þess að slíkt geti verið útilokandi og vinni gegn markmiðum jafnréttislaga. Í skjalinu eru lagðar til tvær leiðir, annars vegar geti foreldrar barna komið sér saman um að halda sameiginlega veislu og þannig sé þeim fært að bjóða öllum bekknum. Hin leiðin felur í sér að bekknum sé skipt í afmælishópa út frá öðru en kyni til að skapa minni og viðráðanlegri hópa. Sem dæmi færi barnið sem á fyrst afmæli á árinu í hóp A, barnið sem á næst afmæli í hóp B, þriðja í hóp A og svo koll af kolli. Skjalið nokkurra ára gamalt Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir skjalið raunar hafa verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár og sé liður í ráðgjafahlutverki mannréttindaskrifstofunnar við skóla borgarinnar. Skjalið hafi ekki verið sent út til neins heldur hafi verið ætlað sem viðmið sem foreldrar gætu stuðst við. Hún segir að skólar og hópar foreldra hafi verið í vandræðum með afmælishópa. Lengi hafi verið miðað við að annað hvort sé öllum stelpum bekkjarins boðið eða öllum strákum. Jafnvel að öllum bekknum sé boðið til að enginn sé skilinn út undan. Þetta sé hins vegar ekki á allra færi enda kostnaðarsamt að halda stórar afmælisveislur. Skjalið í heild sinni.Reykjavíkurborg „Þessar leiðbeiningar koma út frá samtali um hvort ekki sé hægt að skipuleggja afmælisviðmið með öðrum hætti en kynjaskiptingu. Hvort ekki sé hægt að létta líka undir með foreldrum. Það þekkist á einhverjum stöðum í borginni og víðar og á Norðurlöndunum mikið að það séu afmælishópar þar sem nokkur börn eru saman og halda sameiginleg afmæli og bjóða öllum í bekknum. Þessar leiðbeiningar eru svolítið innlegg í þetta,“ segir hún. Engin tilmæli eða skipun felist í viðmiðunum heldur séu þær tillögur að því hvernig mætti haga afmælishópaskiptingu öðruvísi. „Þetta hefur verið aðgengilegt inni á vefsíðu borgarinnar í nokkur ár og stundum hafa skólar eða foreldrahópar notað þetta eða haft til hliðsjónar og stundum ekki. Það eru alls konar mismunandi reglur og viðmið varðandi afmæli, afmælishópa og sameiginleg afmæli hjá borginni og það er mjög mismunandi milli skóla og skólahverfa. Þessar leiðbeiningar stýra því ekki neitt,“ segir Þórhildur. Foreldra og skólastjórnenda að ákveða Hún segir borgaryfirvöld ekki skipta sér af afmælisskipulagningu foreldra. „Við erum ekkert inni í þeirri ákvarðanatöku. Það er samtal sem á sér stað í hverjum skóla og hverjum foreldrahópi fyrir sig. Jafnvel innan sömu grunnskólanna eru mismunandi reglur í gangi milli árganga, bara eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um,“ segir Þórhildur. Það er ekki njósnað um afmælisveislur barna í borginni? „Ég get alveg fullyrt það. Ég hef nóg annað að gera í vinnunni,“ segir hún. Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Leiðbeiningaskjal á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Í skjalinu er mælst til þess að bjóða ekki í afmælisveislur barna eftir kyni vegna þess að slíkt geti verið útilokandi og vinni gegn markmiðum jafnréttislaga. Í skjalinu eru lagðar til tvær leiðir, annars vegar geti foreldrar barna komið sér saman um að halda sameiginlega veislu og þannig sé þeim fært að bjóða öllum bekknum. Hin leiðin felur í sér að bekknum sé skipt í afmælishópa út frá öðru en kyni til að skapa minni og viðráðanlegri hópa. Sem dæmi færi barnið sem á fyrst afmæli á árinu í hóp A, barnið sem á næst afmæli í hóp B, þriðja í hóp A og svo koll af kolli. Skjalið nokkurra ára gamalt Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir skjalið raunar hafa verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár og sé liður í ráðgjafahlutverki mannréttindaskrifstofunnar við skóla borgarinnar. Skjalið hafi ekki verið sent út til neins heldur hafi verið ætlað sem viðmið sem foreldrar gætu stuðst við. Hún segir að skólar og hópar foreldra hafi verið í vandræðum með afmælishópa. Lengi hafi verið miðað við að annað hvort sé öllum stelpum bekkjarins boðið eða öllum strákum. Jafnvel að öllum bekknum sé boðið til að enginn sé skilinn út undan. Þetta sé hins vegar ekki á allra færi enda kostnaðarsamt að halda stórar afmælisveislur. Skjalið í heild sinni.Reykjavíkurborg „Þessar leiðbeiningar koma út frá samtali um hvort ekki sé hægt að skipuleggja afmælisviðmið með öðrum hætti en kynjaskiptingu. Hvort ekki sé hægt að létta líka undir með foreldrum. Það þekkist á einhverjum stöðum í borginni og víðar og á Norðurlöndunum mikið að það séu afmælishópar þar sem nokkur börn eru saman og halda sameiginleg afmæli og bjóða öllum í bekknum. Þessar leiðbeiningar eru svolítið innlegg í þetta,“ segir hún. Engin tilmæli eða skipun felist í viðmiðunum heldur séu þær tillögur að því hvernig mætti haga afmælishópaskiptingu öðruvísi. „Þetta hefur verið aðgengilegt inni á vefsíðu borgarinnar í nokkur ár og stundum hafa skólar eða foreldrahópar notað þetta eða haft til hliðsjónar og stundum ekki. Það eru alls konar mismunandi reglur og viðmið varðandi afmæli, afmælishópa og sameiginleg afmæli hjá borginni og það er mjög mismunandi milli skóla og skólahverfa. Þessar leiðbeiningar stýra því ekki neitt,“ segir Þórhildur. Foreldra og skólastjórnenda að ákveða Hún segir borgaryfirvöld ekki skipta sér af afmælisskipulagningu foreldra. „Við erum ekkert inni í þeirri ákvarðanatöku. Það er samtal sem á sér stað í hverjum skóla og hverjum foreldrahópi fyrir sig. Jafnvel innan sömu grunnskólanna eru mismunandi reglur í gangi milli árganga, bara eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um,“ segir Þórhildur. Það er ekki njósnað um afmælisveislur barna í borginni? „Ég get alveg fullyrt það. Ég hef nóg annað að gera í vinnunni,“ segir hún.
Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira