Erlent

Fjöldi látinn eftir að verk­smiðja sprakk í loft upp

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Eins og sést er lítið sem ekkert eftir af byggingunni.
Eins og sést er lítið sem ekkert eftir af byggingunni. Tessaron News

Gríðarstór sprenging varð í hergagnaverksmiðju í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Viðbragðsaðilar á vettvangi segja að einhver fjöldi fólks sé látinn og að annarra sé saknað.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sprengingin hafi orðið í verksmiðju Accurate Energetic Systems í McEwen í Tennessee-ríki þar sem sprengjur eru framleiddar fyrir Bandaríkjaher. Hún er staðsett nokkrum kílómetrum suður af Nashville-borg.

Ekki er vitað hve margir eru látnir eða særðir að svo komnu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×