Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 22:02 Ísak Bergmann Jóhannesson fór yfir málin á hóteli landsliðsins í dag, tveimur dögum fyrir slaginn mikilvæga við Úkraínu. vísir/Sigurjón „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira