„Minnir á saltveðrið mikla“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. október 2025 11:40 Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, segir viðbúið að sjór gangi á land og bendir fólki við sjávarsíðuna á að gera ráðstafanir. vísir Búast er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Veðurfræðingur segir veðrið minna á „saltveðrið mikla“ fyrir rúmum aldarfjórðungi og bendir fólki á að gera ráðstafanir. Gular viðvaranir eru í gildi. Fyrstu viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu og við Faxafóla klukkan tólf og klukkan eitt bætast Suður- og Suðausturlandið við. Búist er við hvassviðri eða stormi og er fólki bent á tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Þá er spáð mikilli ölduhæð; sjór gæti gengið á land og valdið tjóni. „Þetta veður minnir dálítið á saltveðrið mikla sem var í nóvember 2001. Þá var svona hvöss vestanátt, að vísu svolítið hvassari en útlit er fyrir núna. En hún var mjög þurr og við þær aðstæður kemur mikið salt í andrúmsloftið og þetta salt sest á gróður og mannvirki,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Fólk ætti því að hafa í huga að skola af viðkvæmum munum, líkt og rafmagnsbúnaði og gluggum þegar veðrið gengur niður. Mikið tjón og skemmdir urðu á Granda vegna öldugangs sem rauf varnargarða í vor. Haraldur bendir fólki á því svæði á að gera ráðstafanir.vísir/anton Veðrið nái líklega hámarki seinnipartinn, eða frá um klukkan sex til átta. Líklegt sé að sjór gangi á land í kvöld og jafnvel í fyrramálið. Vindáttin sé óhagstæð fyrir höfuðborgarsvæðið. „Aldan og áhlaðandinn kemur beint inn flóann og ég held að menn ættu að huga að eigum sínum úti á Granda og annars staðar við ströndina. Passa að það sé ekkert þar sem þolir ekki að fá yfir sig sjógusur. Sumir eru í aðstöðu til að birgja glugga og ég myndi nú gera það ef því verður við komið, þá er ég að tala um þessar jarðhæðir úti á Granda þar sem alltaf er svolítil hætta,“ segir Haraldur. Veður Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fyrstu viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu og við Faxafóla klukkan tólf og klukkan eitt bætast Suður- og Suðausturlandið við. Búist er við hvassviðri eða stormi og er fólki bent á tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Þá er spáð mikilli ölduhæð; sjór gæti gengið á land og valdið tjóni. „Þetta veður minnir dálítið á saltveðrið mikla sem var í nóvember 2001. Þá var svona hvöss vestanátt, að vísu svolítið hvassari en útlit er fyrir núna. En hún var mjög þurr og við þær aðstæður kemur mikið salt í andrúmsloftið og þetta salt sest á gróður og mannvirki,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Fólk ætti því að hafa í huga að skola af viðkvæmum munum, líkt og rafmagnsbúnaði og gluggum þegar veðrið gengur niður. Mikið tjón og skemmdir urðu á Granda vegna öldugangs sem rauf varnargarða í vor. Haraldur bendir fólki á því svæði á að gera ráðstafanir.vísir/anton Veðrið nái líklega hámarki seinnipartinn, eða frá um klukkan sex til átta. Líklegt sé að sjór gangi á land í kvöld og jafnvel í fyrramálið. Vindáttin sé óhagstæð fyrir höfuðborgarsvæðið. „Aldan og áhlaðandinn kemur beint inn flóann og ég held að menn ættu að huga að eigum sínum úti á Granda og annars staðar við ströndina. Passa að það sé ekkert þar sem þolir ekki að fá yfir sig sjógusur. Sumir eru í aðstöðu til að birgja glugga og ég myndi nú gera það ef því verður við komið, þá er ég að tala um þessar jarðhæðir úti á Granda þar sem alltaf er svolítil hætta,“ segir Haraldur.
Veður Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira