Engan óraði fyrir framhaldinu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 21:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi um ástandið á Gasa. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. „Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
„Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira