Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 20:16 Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka. Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira