Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 20:16 Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka. Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira