Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. október 2025 15:37 Bílar og bátar eru á bólakafi. Brannvesenet Vonskuveður er nú í Noregi vegna stormsins Amy sem gengur þar yfir. Fjöldi heimila er án rafmagns, bílar á bólakafi og gróðureldar geysa. Samkvæmt norsku veðurstofunni gæti Amy verið stærsti og skaðlegasti stormur sem gengur yfir Noreg í 25 ár. Veðrið er verst á suðurvesturlandi Noregs þar sem appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi. Yfir 170 vegum hefur verið lokað, til að mynda vegna trjáa sem þvera veginn. Mælt er með að fólk haldi sig heima fyrir. Yfir 120 þúsund heimili eru án rafmagns og á einhverjum svæðum er ekkert net- og símasamband. Varað er við mögulegri flóðhættu, sérstaklega á fjölbýlum svæðum, vegna úrhellisrigningar. Talið er að vatn geti náð frá fimm til fimmtán sentimetra hæð. Á heimasíðu norsku veðurstofunnar segir að yfirvöld þurfi að búast við að byggingar geti orðið fyrir tjóni vegna veðursins. Á myndskeiðum má sjá bíla á bólakafi fyrir sunnan Ósló. I 13-tiden rykket mannskapene ut til Skolegaten 50 i Holmestrand, best kjent som Petter Pan-bygget. Her fosser det vann fra fjellet og en rekke biler står under vann. Det er trolig også vann inne i bygget, sier brannmester Jardar Aftret. pic.twitter.com/0MvzI3ckR0— Brannvesenet(VIB) (@brannvesenetVIB) October 4, 2025 Einnig eru gróðureldar í Gjøra, um 150 kílómetrum sunnar en Trondheim. Eldarnir eru að öllum líkindum vegna fallina trjáa sem hafa fallið á rafmagnslínur vegna vindhviða. Eldurinn nær yfir um hundrað ferkílómetra svæði. Ert þú í vonskuveðri í Noregi? Sendu okkur myndir og myndskeið á ritstjorn@visir.is. Svíar hafa einnig fengið að finna fyrir storminum. Samkvæmt sænska ríkisútvarpinu eru einhverjir án rafmagns og tré hafa fallið vegna vindsins. Vindurinn gæti orðið allt að 33 metrar á sekúndu. Búist er við þrjátíu millimetrum af regni og snjókomu á sumum stöðum. Noregur Veður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Samkvæmt norsku veðurstofunni gæti Amy verið stærsti og skaðlegasti stormur sem gengur yfir Noreg í 25 ár. Veðrið er verst á suðurvesturlandi Noregs þar sem appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi. Yfir 170 vegum hefur verið lokað, til að mynda vegna trjáa sem þvera veginn. Mælt er með að fólk haldi sig heima fyrir. Yfir 120 þúsund heimili eru án rafmagns og á einhverjum svæðum er ekkert net- og símasamband. Varað er við mögulegri flóðhættu, sérstaklega á fjölbýlum svæðum, vegna úrhellisrigningar. Talið er að vatn geti náð frá fimm til fimmtán sentimetra hæð. Á heimasíðu norsku veðurstofunnar segir að yfirvöld þurfi að búast við að byggingar geti orðið fyrir tjóni vegna veðursins. Á myndskeiðum má sjá bíla á bólakafi fyrir sunnan Ósló. I 13-tiden rykket mannskapene ut til Skolegaten 50 i Holmestrand, best kjent som Petter Pan-bygget. Her fosser det vann fra fjellet og en rekke biler står under vann. Det er trolig også vann inne i bygget, sier brannmester Jardar Aftret. pic.twitter.com/0MvzI3ckR0— Brannvesenet(VIB) (@brannvesenetVIB) October 4, 2025 Einnig eru gróðureldar í Gjøra, um 150 kílómetrum sunnar en Trondheim. Eldarnir eru að öllum líkindum vegna fallina trjáa sem hafa fallið á rafmagnslínur vegna vindhviða. Eldurinn nær yfir um hundrað ferkílómetra svæði. Ert þú í vonskuveðri í Noregi? Sendu okkur myndir og myndskeið á ritstjorn@visir.is. Svíar hafa einnig fengið að finna fyrir storminum. Samkvæmt sænska ríkisútvarpinu eru einhverjir án rafmagns og tré hafa fallið vegna vindsins. Vindurinn gæti orðið allt að 33 metrar á sekúndu. Búist er við þrjátíu millimetrum af regni og snjókomu á sumum stöðum.
Noregur Veður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira