Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 20:17 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira