Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 20:17 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira