Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 20:17 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent