„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 14:56 Orri Steinn Óskarsson lék fyrstu tvo landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og er fyrirliði liðsins. Getty/Alex Nicodim Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45
Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24