Aftur tapar Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 18:31 Úr leik kvöldsins. EPA/ERDEM SAHIN Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Eftir tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þurftu lærisveinar Arne Slot að stíga upp. Það gerðu þeir engan veginn í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 Galatasaray í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Dominik Szoboszlai hafði gerst brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Victor Osimhen fór á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Alisson í marki gestanna. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik urðu gestirnir fyrir áfalli. Markvörðurinn Alisson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, í hans stað kom hinn 25 ára gamli Giorgi Mamardashvili inn af bekknum. Til að bæta gráu ofan á svart fór franski framherjinn Hugo Ekitike einnig meiddur af velli áður en leik lauk. Hvað lok leiksins varðar þá héldu leikmenn Liverpool að þeir væru að fá vítaspyrnu en eftir að skoða ákvörðun sína í skjánum á hliðarlínunni ákvað dómari leiksins réttilega að draga vítaspyrnuna til baka. Lokatölur í Istanbúl í Tyrklandi nokkuð óvænt 1-0 og Liverpool nú tapað tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru með þrjú stig að loknum tveimur leikjum í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Eftir tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þurftu lærisveinar Arne Slot að stíga upp. Það gerðu þeir engan veginn í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 Galatasaray í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Dominik Szoboszlai hafði gerst brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Victor Osimhen fór á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Alisson í marki gestanna. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik urðu gestirnir fyrir áfalli. Markvörðurinn Alisson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, í hans stað kom hinn 25 ára gamli Giorgi Mamardashvili inn af bekknum. Til að bæta gráu ofan á svart fór franski framherjinn Hugo Ekitike einnig meiddur af velli áður en leik lauk. Hvað lok leiksins varðar þá héldu leikmenn Liverpool að þeir væru að fá vítaspyrnu en eftir að skoða ákvörðun sína í skjánum á hliðarlínunni ákvað dómari leiksins réttilega að draga vítaspyrnuna til baka. Lokatölur í Istanbúl í Tyrklandi nokkuð óvænt 1-0 og Liverpool nú tapað tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru með þrjú stig að loknum tveimur leikjum í Meistaradeildinni.