Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 14:27 Myndin var tekin af Joshua Jahn þegar hann var handtekinn fyrir sölu marijúana árið 2016. Hann fannst í gær látinn á húsþaki, eftir að hann skaut þrjá menn þaðan. AP og lögreglustjóri Collin sýslu Maður sem skaut einn til bana í Dallas í Bandaríkjunum í gær og særði tvo til viðbótar hét Joshua Jahn. Hann er sagður hafa skotið úr riffli á ómerktan sendiferðabíl í porti byggingar í eigu Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE). Þar hæfði hann þrjá menn sem voru í haldi yfirvalda vegna gruns um að þeir væru ólöglega í Bandaríkjunum. Einn þeirra dó en enginn löggæslumaður varð fyrir skoti. Jahn er einnig sagður hafa skotið margsinnis í bygginguna sjálfa, af nærliggjandi húsi þar sem lík hans fannst eftir á. Hann er sagður hafa svipt sig lífi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sagði í gær að tveir mannanna sem urðu fyrir skotum hefðu dáið en það var síðar dregið til baka. Einn þeirra dó en hinir tveir eru sagðir í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Bandaríkjunum veitt litlar upplýsingar um árásina, eins og til dæmis hver árásarmaðurinn var. Þær upplýsingar höfðu fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum en það var svo seinna meir staðfest af stjórnendum ICE. Leiðtogar heimavarnaráðuneytis og Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa þó haldið því fram að árásin sé pólitísks eðlis og að hún hafi beinst að útsendurum ICE, þó enginn þeirra hafi verið fyrir skoti. Því til stuðnings birti Kash Patel, yfirmaður FBI, mynd af skotum sem eiga að hafa fundist við hlið líki árásarmannsins og var búið að skrifa „Anti-Ice“ á eitt skotið. Sú myndbirting og yfirlýsing Patel þótti mjög svo óvanaleg, einungis nokkrum klukkustundum eftir árásina. Uppfært: Patel hefur birt færslu þar sem hann segir að Jahn hafi leitað upplýsina um útsendara ICE og skrifað niður að hann vonaðist til þess að hann gerði starfsmenn stofnunarinnar lafandi hrædda. Svo virðist sem að Jahn hafi skipulagt árásina vel. Þrátt fyrir yfirlýsingar Patels og annarra hefur fátt litið dagsins ljós sem gefur til kynna nákvæmlega hvert tilefni árásarinnar var. Eins og nýlegt dæmi gefur til kynna, í tilfelli morðsins á Charlie Kirk, er ekki sjálfgefið að marka megi hvað árásarmenn sem þessir skrifa á skot sín. Sjá einnig: Rýnt í ákærurnar - „Ég fékk nóg af hatri hans“ Í stuttu máli sagt er oft um að ræða tilvísanir í tölvuleiki og spjallþræði á internetinu sem gæti verið einkahúmor eða kaldhæðni. Oft er erfitt fyrir óinnvígða að greina skilaboð sem þessi, ef þetta eru yfir höfuð skilaboð. Lýst sem stefnulausum AP fréttaveitan segir að eftir árásina í gær hafi útsendarar FBI komið saman við heimili í úthverfi Dallas, þar sem Jahn á að hafa búið hjá foreldrum sínum. Talsmaður nærliggjandi háskóla sagði fréttaveitunni að Jahn hefði verið í námi þar á tímabilum milli 2013 og 2018. Hann var 29 ára gamall. Árið 2017 er Jahn sagður hafa keyrt þvert yfir Bandaríkin, til Washingtonríkis, þar sem hann tók að sér láglaunastarf í maríjúanarækt. Eigandi þeirrar ræktunar sagði AP að Jahn hafi virst algerlega stefnulaus í lífinu og að á þessum tíma hafi hann sofið í bíl sínum. Blaðamenn New York Times hafa fundið tvo reikninga á Reddit sem Jahn notaðist við en þar skrifaði hann nánast eingöngu um tölvuleiki, bíla, þættina South Park og marijúana. Þá hefur heldur ekki komið í ljós hverjir urðu fyrir skoti en heimildarmenn fjölmiðla segja þá hafa verið í sendiferðabílnum en þar gætu þeir hafa verið fastir í handjárnum. Þá tók hann þátt í forvali Demókrataflokksins í Texas árið 2020 en að öðru leyti virðist hann hafa verið skráður sem óháður kjósandi. Jahn var ákærður fyrir að selja marijúana árið 2015 en að öðru leyti virðist hann ekki hafa komið við sögu lögreglu, samkvæmt NYT. Segja hótunum hafa fjölgað Störf ICE eru verulega umdeild þessa dagana, þar sem starfsmenn stofnunarinnar hafa handtekið fólk víðsvegar um Bandaríkin fyrir að halda þar til ólöglega. Starfsmenn eru oftar en ekki grímuklæddir og þungvopnaðir og hafa fjölmargar fréttir borist af því að þeir hafi einnig handtekið bandaríska ríkisborgara. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gert það að vísa eins mörgu fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi eins og hann getur að einu helsta markmiði ríkisstjórnar sinnar. Víðsvegar um Bandaríkin hefur komið til mótmæla vegna starfa ICE og ráðamenn í Bandaríkjunum segja hótunum og ofbeldi í garð þeirra hafa fjölgað gífurlega mikið. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Einn þeirra dó en enginn löggæslumaður varð fyrir skoti. Jahn er einnig sagður hafa skotið margsinnis í bygginguna sjálfa, af nærliggjandi húsi þar sem lík hans fannst eftir á. Hann er sagður hafa svipt sig lífi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sagði í gær að tveir mannanna sem urðu fyrir skotum hefðu dáið en það var síðar dregið til baka. Einn þeirra dó en hinir tveir eru sagðir í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Bandaríkjunum veitt litlar upplýsingar um árásina, eins og til dæmis hver árásarmaðurinn var. Þær upplýsingar höfðu fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum en það var svo seinna meir staðfest af stjórnendum ICE. Leiðtogar heimavarnaráðuneytis og Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa þó haldið því fram að árásin sé pólitísks eðlis og að hún hafi beinst að útsendurum ICE, þó enginn þeirra hafi verið fyrir skoti. Því til stuðnings birti Kash Patel, yfirmaður FBI, mynd af skotum sem eiga að hafa fundist við hlið líki árásarmannsins og var búið að skrifa „Anti-Ice“ á eitt skotið. Sú myndbirting og yfirlýsing Patel þótti mjög svo óvanaleg, einungis nokkrum klukkustundum eftir árásina. Uppfært: Patel hefur birt færslu þar sem hann segir að Jahn hafi leitað upplýsina um útsendara ICE og skrifað niður að hann vonaðist til þess að hann gerði starfsmenn stofnunarinnar lafandi hrædda. Svo virðist sem að Jahn hafi skipulagt árásina vel. Þrátt fyrir yfirlýsingar Patels og annarra hefur fátt litið dagsins ljós sem gefur til kynna nákvæmlega hvert tilefni árásarinnar var. Eins og nýlegt dæmi gefur til kynna, í tilfelli morðsins á Charlie Kirk, er ekki sjálfgefið að marka megi hvað árásarmenn sem þessir skrifa á skot sín. Sjá einnig: Rýnt í ákærurnar - „Ég fékk nóg af hatri hans“ Í stuttu máli sagt er oft um að ræða tilvísanir í tölvuleiki og spjallþræði á internetinu sem gæti verið einkahúmor eða kaldhæðni. Oft er erfitt fyrir óinnvígða að greina skilaboð sem þessi, ef þetta eru yfir höfuð skilaboð. Lýst sem stefnulausum AP fréttaveitan segir að eftir árásina í gær hafi útsendarar FBI komið saman við heimili í úthverfi Dallas, þar sem Jahn á að hafa búið hjá foreldrum sínum. Talsmaður nærliggjandi háskóla sagði fréttaveitunni að Jahn hefði verið í námi þar á tímabilum milli 2013 og 2018. Hann var 29 ára gamall. Árið 2017 er Jahn sagður hafa keyrt þvert yfir Bandaríkin, til Washingtonríkis, þar sem hann tók að sér láglaunastarf í maríjúanarækt. Eigandi þeirrar ræktunar sagði AP að Jahn hafi virst algerlega stefnulaus í lífinu og að á þessum tíma hafi hann sofið í bíl sínum. Blaðamenn New York Times hafa fundið tvo reikninga á Reddit sem Jahn notaðist við en þar skrifaði hann nánast eingöngu um tölvuleiki, bíla, þættina South Park og marijúana. Þá hefur heldur ekki komið í ljós hverjir urðu fyrir skoti en heimildarmenn fjölmiðla segja þá hafa verið í sendiferðabílnum en þar gætu þeir hafa verið fastir í handjárnum. Þá tók hann þátt í forvali Demókrataflokksins í Texas árið 2020 en að öðru leyti virðist hann hafa verið skráður sem óháður kjósandi. Jahn var ákærður fyrir að selja marijúana árið 2015 en að öðru leyti virðist hann ekki hafa komið við sögu lögreglu, samkvæmt NYT. Segja hótunum hafa fjölgað Störf ICE eru verulega umdeild þessa dagana, þar sem starfsmenn stofnunarinnar hafa handtekið fólk víðsvegar um Bandaríkin fyrir að halda þar til ólöglega. Starfsmenn eru oftar en ekki grímuklæddir og þungvopnaðir og hafa fjölmargar fréttir borist af því að þeir hafi einnig handtekið bandaríska ríkisborgara. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gert það að vísa eins mörgu fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi eins og hann getur að einu helsta markmiði ríkisstjórnar sinnar. Víðsvegar um Bandaríkin hefur komið til mótmæla vegna starfa ICE og ráðamenn í Bandaríkjunum segja hótunum og ofbeldi í garð þeirra hafa fjölgað gífurlega mikið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira