„Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2025 21:45 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego „Þetta er bara eins svekkjandi og það verður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í kvöld. Blikar voru með forystu í leiknum þegar venjulegum leiktíma lauk, en vítaspyrna í uppbótartíma skilaði Valsmönnum stigi. „Við vorum hrikalega góðir í fyrri hálfleik og alveg fram að markinu og komumst verðskuldað yfir. Auðvitað setja þeir okkur undir smá pressu en mér fannst þeir samt ekkert ógna okkur mikið. Við verjumst vel og mér fannst bara eins og við værum með þetta.“ „Mér fannst við hættulegir í skyndisóknum og líklegir til að komast í 2-0. En fótbolti er bara eins og hann er og eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít og annan leikinn í röð hérna á Hlíðarenda fáum við á okkur mark seint í uppbótartíma, sem er auðvitað bara mjög svekkjandi.“ „Bara hvernig þetta mark kemur. Ég átta mig ekki alveg á því og þarf að sjá þetta aftur - hvort það hafi verið eðlilegt að bæta við átta mínútum. Við vorum með tvær skiptingar og þeir tvær, það eru tvær mínútur. En sex í viðbót, ég veit ekki hvaðan þær koma,“ sagði Halldór einnig. „En þegar það er búið að setja skiltið upp vitum við að við þurfum að verjast í átta mínútur í viðbót. Svo hélt ég að við værum að sigla þessu heim þegar þessi hornspyrna kemur sem þeir fá vítið upp úr. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur, en mér fannst eins og Hólmar stökkvi upp og slái boltann með hendinni og þannig fá þeir hornið.“ „Ég tel að frammistaðan hafi verið nægilega góð til að vinna leikinn, alveg klárlega. Frábær frammistaða, bæði varnar- og sóknarlega. Alvöru hugur og andi í mönnum. Ég get í rauninni ekki beðið um meira,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira
Blikar voru með forystu í leiknum þegar venjulegum leiktíma lauk, en vítaspyrna í uppbótartíma skilaði Valsmönnum stigi. „Við vorum hrikalega góðir í fyrri hálfleik og alveg fram að markinu og komumst verðskuldað yfir. Auðvitað setja þeir okkur undir smá pressu en mér fannst þeir samt ekkert ógna okkur mikið. Við verjumst vel og mér fannst bara eins og við værum með þetta.“ „Mér fannst við hættulegir í skyndisóknum og líklegir til að komast í 2-0. En fótbolti er bara eins og hann er og eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít og annan leikinn í röð hérna á Hlíðarenda fáum við á okkur mark seint í uppbótartíma, sem er auðvitað bara mjög svekkjandi.“ „Bara hvernig þetta mark kemur. Ég átta mig ekki alveg á því og þarf að sjá þetta aftur - hvort það hafi verið eðlilegt að bæta við átta mínútum. Við vorum með tvær skiptingar og þeir tvær, það eru tvær mínútur. En sex í viðbót, ég veit ekki hvaðan þær koma,“ sagði Halldór einnig. „En þegar það er búið að setja skiltið upp vitum við að við þurfum að verjast í átta mínútur í viðbót. Svo hélt ég að við værum að sigla þessu heim þegar þessi hornspyrna kemur sem þeir fá vítið upp úr. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur, en mér fannst eins og Hólmar stökkvi upp og slái boltann með hendinni og þannig fá þeir hornið.“ „Ég tel að frammistaðan hafi verið nægilega góð til að vinna leikinn, alveg klárlega. Frábær frammistaða, bæði varnar- og sóknarlega. Alvöru hugur og andi í mönnum. Ég get í rauninni ekki beðið um meira,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira