„Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. september 2025 22:53 Taxý hönter, fyrrverandi leigubílstjóri sem hefur sinnt eigin eftirliti með leigubílstjórum landsins, uppnefnir Saint Paul Edeh „Dýrlinginn“. Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. Á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri má nú aftur finna nafnið Saint Paul Edeh, sem ekur nú í sjálfstæðum rekstri, ekki skráður á leigubílastöð. Tuttugasta ágúst síðastliðinn birti Vísir myndband þar sem Edeh sást hnakkrífast við tvo mexíkóska ferðamenn, sem hann hafði ekið í Bláa lónið. Konurnar tvær töldu Edeh ofrukka sig og neituðu að borga, og í hönd fóru snörp orðaskipti. Á myndbandinu sást Edeh loka skottinu á höfuð annarrar konunnar, þegar hún ætlaði að sækja farangur sinn án þess að borga. Skömmu seinna var greint frá því að Edeh væri ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri. Edeh segir í samtali við fréttastofu að það hafi aðeins verið tímabundið, hann hafi ekki verið sviptur réttindum. Hann hafi verið beðinn um að skila inn gögnum til Samgöngustofu á meðan verið væri að rannsaka málið. „Ég sýndi bara fram á það að ég hefði ekki gert neitt rangt, og ég fékk leyfið aftur 4. september síðastliðinn.“ „Ég sýndi þeim myndbandsupptökur frá bílferðinni og allt sem þau báðu um að sjá. Við vorum að hnakkrífast en það breytir engu um staðreyndir málsins,“ segir Edeh. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Edeh fyrri afstöðu sína um að hann hefði ekki gert neitt rangt í umtöluðu myndbandi. Hann hafi einfaldlega rukkað það sem var í mælinum, og hefði þar að auki ekki lokað skottinu á höfuð konunnar. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Sjá meira
Á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri má nú aftur finna nafnið Saint Paul Edeh, sem ekur nú í sjálfstæðum rekstri, ekki skráður á leigubílastöð. Tuttugasta ágúst síðastliðinn birti Vísir myndband þar sem Edeh sást hnakkrífast við tvo mexíkóska ferðamenn, sem hann hafði ekið í Bláa lónið. Konurnar tvær töldu Edeh ofrukka sig og neituðu að borga, og í hönd fóru snörp orðaskipti. Á myndbandinu sást Edeh loka skottinu á höfuð annarrar konunnar, þegar hún ætlaði að sækja farangur sinn án þess að borga. Skömmu seinna var greint frá því að Edeh væri ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri. Edeh segir í samtali við fréttastofu að það hafi aðeins verið tímabundið, hann hafi ekki verið sviptur réttindum. Hann hafi verið beðinn um að skila inn gögnum til Samgöngustofu á meðan verið væri að rannsaka málið. „Ég sýndi bara fram á það að ég hefði ekki gert neitt rangt, og ég fékk leyfið aftur 4. september síðastliðinn.“ „Ég sýndi þeim myndbandsupptökur frá bílferðinni og allt sem þau báðu um að sjá. Við vorum að hnakkrífast en það breytir engu um staðreyndir málsins,“ segir Edeh. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Edeh fyrri afstöðu sína um að hann hefði ekki gert neitt rangt í umtöluðu myndbandi. Hann hafi einfaldlega rukkað það sem var í mælinum, og hefði þar að auki ekki lokað skottinu á höfuð konunnar. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“
Leigubílar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Sjá meira
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42