„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 17:30 Saint Paul Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlinginn“ á brautum suðvesturhornsins. Samsett mynd Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega. Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega.
Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira