Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. september 2025 13:19 Carney, Starmer og Albanese. samsett Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. „Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
„Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira