Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2025 08:02 Úr leik liðanna á síðustu leiktíð. EPA/DAVID CLIFF Leikur Arsenal og Manchester City gæti skipt gríðarlega miklu máli í vor þar sem Englandsmeistarar Liverpool hafa unnið fyrstu fimm deildarleiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Mikel Arteta mætir læriföður sínum Pep Guardiola síðar í dag þegar Skytturnar hans taka á móti maskínunni sem er Manchester City. Leikurinn hefst klukkan 15.30 og er sýndur beint á SÝN Sport. Þó lærisveinar Arne Slot í Liverpool hafi ekki verið gríðarlega sannfærandi í upphafi tímabils hefur liðið unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Í fyrstu fjórum umferðunum hefur Arsenal hins vegar tapað einum leik á meðan Man City hefur tapað tveimur. Það er því að duga eða drepast í dag. Það ætti að gefa Arsenal aukið sjálfstraust að hafa ekki tapað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum gegn Man City. Það sem meira er, leikur liðanna á síðustu leiktíð á Emirates-vellinum fór 5-1 fyrir Arsenal. Segja má að bæði lið mæti talsvert breytt til leiks nú en Thomas Partey var til að mynda á miðri miðjunni hjá Arsenal, Kai Havertz lék í stöðu fremsta manns, Gabriel Martinelli var á hægri vængnum og Leandro Trossard á þeim vinstri. Hjá Man City var Stefan Ortega milli stanganna, Manuel Akanji í miðverðinum og Mateo Kovačić á miðri miðjunni með Bernardo Silva. Leikir liðanna þar á undan hafa verið talsvert jafnari. Fyrri leik liðanna á síðustu leiktíð lauk með 2-2 jafntefli og leiknum vorið 2024 lauk einnig með jafntefli, þá markalausu. Arsenal vann hins vegar 1-0 sigur haustið 2023 þökk sé marki Gabriel Martinelli. Liðin koma inn í leikinn í Lundúnum í 3. og 12 sæti. Með sigri verður Arsenal aðeins þremur stigum á eftir toppliði Liverpool á meðan Man City getur jafnað Skytturnar að stigum með sigri. Eftir tvö töp í fyrstu fjórum er samt ljóst að lærisveinar Pep mega ekki misstiga sig mikið oftar ætli þeir sér að sækja titilinn til Liverpool-borgar. Útsending SÝNAR Sport hefst klukkan 15.00 og leikurinn klukkan 15.25. Á SÝN Sport 5 verður hægt að fylgjast með einstakri Player Cam útsendingu og á SÝN Sport 6 verður Data Zone útsending. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira
Mikel Arteta mætir læriföður sínum Pep Guardiola síðar í dag þegar Skytturnar hans taka á móti maskínunni sem er Manchester City. Leikurinn hefst klukkan 15.30 og er sýndur beint á SÝN Sport. Þó lærisveinar Arne Slot í Liverpool hafi ekki verið gríðarlega sannfærandi í upphafi tímabils hefur liðið unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Í fyrstu fjórum umferðunum hefur Arsenal hins vegar tapað einum leik á meðan Man City hefur tapað tveimur. Það er því að duga eða drepast í dag. Það ætti að gefa Arsenal aukið sjálfstraust að hafa ekki tapað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum gegn Man City. Það sem meira er, leikur liðanna á síðustu leiktíð á Emirates-vellinum fór 5-1 fyrir Arsenal. Segja má að bæði lið mæti talsvert breytt til leiks nú en Thomas Partey var til að mynda á miðri miðjunni hjá Arsenal, Kai Havertz lék í stöðu fremsta manns, Gabriel Martinelli var á hægri vængnum og Leandro Trossard á þeim vinstri. Hjá Man City var Stefan Ortega milli stanganna, Manuel Akanji í miðverðinum og Mateo Kovačić á miðri miðjunni með Bernardo Silva. Leikir liðanna þar á undan hafa verið talsvert jafnari. Fyrri leik liðanna á síðustu leiktíð lauk með 2-2 jafntefli og leiknum vorið 2024 lauk einnig með jafntefli, þá markalausu. Arsenal vann hins vegar 1-0 sigur haustið 2023 þökk sé marki Gabriel Martinelli. Liðin koma inn í leikinn í Lundúnum í 3. og 12 sæti. Með sigri verður Arsenal aðeins þremur stigum á eftir toppliði Liverpool á meðan Man City getur jafnað Skytturnar að stigum með sigri. Eftir tvö töp í fyrstu fjórum er samt ljóst að lærisveinar Pep mega ekki misstiga sig mikið oftar ætli þeir sér að sækja titilinn til Liverpool-borgar. Útsending SÝNAR Sport hefst klukkan 15.00 og leikurinn klukkan 15.25. Á SÝN Sport 5 verður hægt að fylgjast með einstakri Player Cam útsendingu og á SÝN Sport 6 verður Data Zone útsending.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira