Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. september 2025 22:43 Helgi Magnús Gunnarsson var vararíkissaksóknari í þrettán ár. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir að fyrrverandi samstarfsmenn sínir hafi flykt sér á bak við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og sleikt hana upp eftir að deilurnar hófust þeirra á milli. Hann hefur ekkert heyrt frá þeim eftir að tilkynnt var um starfslok hans eftir þrettán ára samstarf. „Þetta er fyrst og fremst lærdómsríkt, þetta kennir manni á mannlegt eðli. Maður er hissa, heldur að maður sé að koma vel fram við fólk, maður lítur á fólk sem vinnufélaga sína og vini en svo áttar maður sig á því að það skiptir engu máli því fólk er með agenda. Það heldur að það sé gott fyrir sinn career að koma fram eins og ég veit ekki...“ Þetta segir Helgi Magnús í ítarlegu viðtali við Odd Ævar Gunnarsson um starfslokin, hótanir sem hann og fjölskylda hans sætti af hálfu Mohammad Kourani og margt fleira, sem birt var í dag á Vísi. „Jón og Gunna úti í bæ er fólkið sem sýnir þér hlýju og samstöðu, á meðan fólkið sem þú hélst að stæði þér nær, er mjög fljótt að snúa við þér bakinu.“ Sér ekki eftir neinu Helgi Magnús sér ekki eftir neinum ummælum sem hann hefur látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því. Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohammad Kourani, segir Helgi að hann hafi frekar orðið var við það hjá sínum yfirmanni að hún gerði lítið úr því frekar en að taka hótununum alvarlega. Útlendingalögin til skammar Helgi segir að útlendingalögin sem samþykkt voru árið 2016 séu öllum sem samþykktu þau til skammar. Mál Mohammad sýni hvernig kerfið sé gallað. „Það verður að gera samning við þennan mann, um það að hann ætli að fara og ekki koma til baka. En við höfum enga tryggingu fyrir því að hann verði ekki kominn aftur daginn eftir.“ „Við erum búin að horfa upp á það í mörg ár, að það eru mörg dæmi um það að lögreglumenn eru að flytja 2-3 menn, jafnvel hættulega menn, leigja 2-3 raðir í flugvél til að geta flutt þá án þess að þeir trufli aðra farþega. Það er verið að flytja þá úr landi á grundvelli brottvísunar.“ „Svo þegar búið er að sleppa þeim út á flugvellinum þangað sem þeir eru fluttir, þá eru þeir komnir upp í vél og komnir heim á undan lögreglumönnunum. Og við látum þetta viðgangast.“ Helgi segir að hann yrði ekki hissa þó Mohammad kæmi hingað til lands daginn eftir að hann færi, og bæði aftur um hæli. „Yfirvöld myndu þá komast að því að vegna mannréttinda hans þá þyrfti að fara í gegnum eitthvað ferli að neita honum eða taka afstöðu til kröfu hans um alþjóðlega vernd, það kæmi mér ekki einu sinni á óvart.“ Helgi hefur ýmislegt fyrir stafni þessi misserin en hann segist hafa verið að smíða mikið í sumar. „Ég er með kot vestur í Arnarfirði, er búinn að vera dunda mér við það og gera við húsið hérna heima líka. Hér voru farnir að fúna gluggar og svona. Svo ákvað ég að ná í lögmannaréttindi mín.“ „Ég ætla nú ekki á kaf í lögmennsku, opna stofu og vera þar 8-17, en ég ætla að taka að mér verkefni og reyna velja eitthvað sem hentar mér og minni þekkingu.“ „Það er nóg að gera, ég kann ekkert illa við þennan breytta veruleika, en á eftir að fóta mig aðeins í honum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31 Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst lærdómsríkt, þetta kennir manni á mannlegt eðli. Maður er hissa, heldur að maður sé að koma vel fram við fólk, maður lítur á fólk sem vinnufélaga sína og vini en svo áttar maður sig á því að það skiptir engu máli því fólk er með agenda. Það heldur að það sé gott fyrir sinn career að koma fram eins og ég veit ekki...“ Þetta segir Helgi Magnús í ítarlegu viðtali við Odd Ævar Gunnarsson um starfslokin, hótanir sem hann og fjölskylda hans sætti af hálfu Mohammad Kourani og margt fleira, sem birt var í dag á Vísi. „Jón og Gunna úti í bæ er fólkið sem sýnir þér hlýju og samstöðu, á meðan fólkið sem þú hélst að stæði þér nær, er mjög fljótt að snúa við þér bakinu.“ Sér ekki eftir neinu Helgi Magnús sér ekki eftir neinum ummælum sem hann hefur látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því. Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohammad Kourani, segir Helgi að hann hafi frekar orðið var við það hjá sínum yfirmanni að hún gerði lítið úr því frekar en að taka hótununum alvarlega. Útlendingalögin til skammar Helgi segir að útlendingalögin sem samþykkt voru árið 2016 séu öllum sem samþykktu þau til skammar. Mál Mohammad sýni hvernig kerfið sé gallað. „Það verður að gera samning við þennan mann, um það að hann ætli að fara og ekki koma til baka. En við höfum enga tryggingu fyrir því að hann verði ekki kominn aftur daginn eftir.“ „Við erum búin að horfa upp á það í mörg ár, að það eru mörg dæmi um það að lögreglumenn eru að flytja 2-3 menn, jafnvel hættulega menn, leigja 2-3 raðir í flugvél til að geta flutt þá án þess að þeir trufli aðra farþega. Það er verið að flytja þá úr landi á grundvelli brottvísunar.“ „Svo þegar búið er að sleppa þeim út á flugvellinum þangað sem þeir eru fluttir, þá eru þeir komnir upp í vél og komnir heim á undan lögreglumönnunum. Og við látum þetta viðgangast.“ Helgi segir að hann yrði ekki hissa þó Mohammad kæmi hingað til lands daginn eftir að hann færi, og bæði aftur um hæli. „Yfirvöld myndu þá komast að því að vegna mannréttinda hans þá þyrfti að fara í gegnum eitthvað ferli að neita honum eða taka afstöðu til kröfu hans um alþjóðlega vernd, það kæmi mér ekki einu sinni á óvart.“ Helgi hefur ýmislegt fyrir stafni þessi misserin en hann segist hafa verið að smíða mikið í sumar. „Ég er með kot vestur í Arnarfirði, er búinn að vera dunda mér við það og gera við húsið hérna heima líka. Hér voru farnir að fúna gluggar og svona. Svo ákvað ég að ná í lögmannaréttindi mín.“ „Ég ætla nú ekki á kaf í lögmennsku, opna stofu og vera þar 8-17, en ég ætla að taka að mér verkefni og reyna velja eitthvað sem hentar mér og minni þekkingu.“ „Það er nóg að gera, ég kann ekkert illa við þennan breytta veruleika, en á eftir að fóta mig aðeins í honum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31 Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01
Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32