Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2025 08:31 Helgi Magnús hefur mikla reynslu af því að sækja sakamál en vonast nú eftir því að fá að spreyta sig hinum megin við ganginn. Vísir/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. Helgi Magnús lét af embætti vararíkissaksóknara í júní síðastliðnum en mál hans hafði þá verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu í tæpt ár, eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að hann yrði leystur frá embætti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra afréð að bjóða honum embætti vararíkislögreglustjóra, embætti sem hefur ekki verið skipað í síðan árið 2010. Helgi Magnús afþakkaði það boð og lét í kjölfarið af embætti. Þar sem Helgi Magnús var æviráðinn embættismaður nýtur hann fullra eftirlauna vararíkissaksóknara, enda er svo mælt fyrir um í stjórnarskrá. Helgi Magnús er 61 árs á árinu og nýtur því fullra launa án vinnuframlags í níu ár. Grunnlaun vararíkissaksóknara eru 1,75 milljónir króna í ár. Réttindin lágu inni í 24 ár Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra sér um veitingu lögmannsréttinda og samkvæmt svari frá embættinu fékk Helgi Magnús slík réttindi afhent í fyrrdag. Ýmsum gæti þótt skjóta skökku við að maður sem flutt hefur ógrynni mála fyrir hönd ákæruvaldsins hafi ekki verið með málflutningsréttindi fyrr en í fyrradag. Það á sér þó eðlilega skýringu enda þurfa handhafar ákæruvaldsins ekki réttindi til þess að flytja mál fyrir dómstólum. Raunar mega starfslið ákæruvaldsins, dómstólanna, lögreglunnar og sýslumanna, ekki hafa virk lögmannsréttindi vegna hættu á hagsmunaárekstri. Þannig hefur Helgi Magnús þangað til nú skort hæfi til að vera með virk réttindi. Vísir sló á þráðinn hjá Helga Magnúsi til þess að falast eftir svörum um hvað hann ætli sér að gera við lögmannsréttindin. Hann kveðst stefna að því að verða sér úti um málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti til viðbótar við þau málflutningsréttindi hans sem legið hafa inni undanfarin 24 ár. Hann hafi enda ágæta reynslu á sviðinu eftir að hafa flutt hundruð mála fyrir Hæstarétti, Landsrétti, Endurupptökudóm, EFTA-dómstólnum og víðar. „Ég hafði hugsað mér, þegar ég verð búinn að hala þessu inn, að sjá hvort einhver sæi akk í reynslu minni og þekkingu og bjóða fram þjónustu mína.“ „Ég er ekki gamall maður“ Það muni hann gera í sjálfstæðum rekstri enda sé hann eldri en tvævetur í faginu og telji sig ekki þurfa að „byrja á byrjunarreit“ með því að ráða sig á lögmannsstofu. „Ég hef náttúrulega, að öllum öðrum ólöstuðum, gríðarlega reynslu af meðferð efnahagsbrota, hef verið að vinna í þessu lengur en flestir og þekki það inn og út, ákæruvaldið og lögregluna. Búinn að kynnast öllum trixum verjenda og sjá málin frá öllum hliðum. Þannig að ég tel mig búa yfir gífurlega verðmætri þekkingu sem geti nýst einhverjum og orðið til þess að stytta mér stundir. Ég er nú ekki gamall maður þannig að ég hef kannski ekki gott af því að sitja í sófanum allan daginn að lesa Moggann og Vísi.is. Þannig að ég hef hug á því að bjóða mig fram til ráðgjafastarfa eða í einstök verkefni, án þess að ég ætli að opna heila lögmannsstofu.“ Ætlar ekki að standa í hokri Mikið hefur verið rætt og skrifað um launamál Helga Magnúsar og ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa hann frá embætti en halda fullum eftirlaunum. Helgi Magnús segir ákvörðun hans um að hefja rekstur, með tilheyrandi tekjum, ekki munu hafa nein áhrif á greiðslur hans úr ríkissjóði. Eftirlaunin byggi á stjórnarskrárvörðum réttindum hans og ríflega þrjátíu ára gömlu fordæmi úr sambærilegu máli. „Það kannski hefur áhrif á það að ég ætla ekki að fara að standa í neinu hokri. Ef upp koma mál þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist og eru mér samboðin að taka þátt í, þá ætla ég að vera tilbúinn til þess.“ Lögmennska Rekstur hins opinbera Kjaramál Tekjur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Vistaskipti Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Helgi Magnús lét af embætti vararíkissaksóknara í júní síðastliðnum en mál hans hafði þá verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu í tæpt ár, eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að hann yrði leystur frá embætti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra afréð að bjóða honum embætti vararíkislögreglustjóra, embætti sem hefur ekki verið skipað í síðan árið 2010. Helgi Magnús afþakkaði það boð og lét í kjölfarið af embætti. Þar sem Helgi Magnús var æviráðinn embættismaður nýtur hann fullra eftirlauna vararíkissaksóknara, enda er svo mælt fyrir um í stjórnarskrá. Helgi Magnús er 61 árs á árinu og nýtur því fullra launa án vinnuframlags í níu ár. Grunnlaun vararíkissaksóknara eru 1,75 milljónir króna í ár. Réttindin lágu inni í 24 ár Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra sér um veitingu lögmannsréttinda og samkvæmt svari frá embættinu fékk Helgi Magnús slík réttindi afhent í fyrrdag. Ýmsum gæti þótt skjóta skökku við að maður sem flutt hefur ógrynni mála fyrir hönd ákæruvaldsins hafi ekki verið með málflutningsréttindi fyrr en í fyrradag. Það á sér þó eðlilega skýringu enda þurfa handhafar ákæruvaldsins ekki réttindi til þess að flytja mál fyrir dómstólum. Raunar mega starfslið ákæruvaldsins, dómstólanna, lögreglunnar og sýslumanna, ekki hafa virk lögmannsréttindi vegna hættu á hagsmunaárekstri. Þannig hefur Helgi Magnús þangað til nú skort hæfi til að vera með virk réttindi. Vísir sló á þráðinn hjá Helga Magnúsi til þess að falast eftir svörum um hvað hann ætli sér að gera við lögmannsréttindin. Hann kveðst stefna að því að verða sér úti um málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti til viðbótar við þau málflutningsréttindi hans sem legið hafa inni undanfarin 24 ár. Hann hafi enda ágæta reynslu á sviðinu eftir að hafa flutt hundruð mála fyrir Hæstarétti, Landsrétti, Endurupptökudóm, EFTA-dómstólnum og víðar. „Ég hafði hugsað mér, þegar ég verð búinn að hala þessu inn, að sjá hvort einhver sæi akk í reynslu minni og þekkingu og bjóða fram þjónustu mína.“ „Ég er ekki gamall maður“ Það muni hann gera í sjálfstæðum rekstri enda sé hann eldri en tvævetur í faginu og telji sig ekki þurfa að „byrja á byrjunarreit“ með því að ráða sig á lögmannsstofu. „Ég hef náttúrulega, að öllum öðrum ólöstuðum, gríðarlega reynslu af meðferð efnahagsbrota, hef verið að vinna í þessu lengur en flestir og þekki það inn og út, ákæruvaldið og lögregluna. Búinn að kynnast öllum trixum verjenda og sjá málin frá öllum hliðum. Þannig að ég tel mig búa yfir gífurlega verðmætri þekkingu sem geti nýst einhverjum og orðið til þess að stytta mér stundir. Ég er nú ekki gamall maður þannig að ég hef kannski ekki gott af því að sitja í sófanum allan daginn að lesa Moggann og Vísi.is. Þannig að ég hef hug á því að bjóða mig fram til ráðgjafastarfa eða í einstök verkefni, án þess að ég ætli að opna heila lögmannsstofu.“ Ætlar ekki að standa í hokri Mikið hefur verið rætt og skrifað um launamál Helga Magnúsar og ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa hann frá embætti en halda fullum eftirlaunum. Helgi Magnús segir ákvörðun hans um að hefja rekstur, með tilheyrandi tekjum, ekki munu hafa nein áhrif á greiðslur hans úr ríkissjóði. Eftirlaunin byggi á stjórnarskrárvörðum réttindum hans og ríflega þrjátíu ára gömlu fordæmi úr sambærilegu máli. „Það kannski hefur áhrif á það að ég ætla ekki að fara að standa í neinu hokri. Ef upp koma mál þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist og eru mér samboðin að taka þátt í, þá ætla ég að vera tilbúinn til þess.“
Lögmennska Rekstur hins opinbera Kjaramál Tekjur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Vistaskipti Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira