Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 17:16 Nicolas Jackson var ánægður með að komast til Bayern. Getty/M. Donato Aðeins sextán dögum eftir að hafa loks fengið það í gegn að komast að láni frá Chelsea til Bayern München gæti Nicolas Jackson gert félaginu sem á hann grikk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Framherjinn virtist reyndar hafa verið sviptur tækifærinu til að komast til Bayern þegar Liam Delap meiddist, en á lokadegi félagaskiptagluggans komst skriður á málið að nýju og Jackson fékk ósk sína uppfyllta. BBC segir í grein sinni að Jackson hafi á þessum tíma sagst hlakka til að mæta og vonandi skora gegn Chelsea, í Meistaradeildinni. Það tækifæri gefst í München í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Fylgst er með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben á Sýn Sport. Just 16 days after leaving on loan, Nicolas Jackson could play against Chelsea with Bayern Munich in the Champions League.Unlike Premier League rules, on-loan players are eligible to face their parent clubs in UEFA competitions.We will be there 🍿 pic.twitter.com/gkbaludruw— ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2025 Hinn 24 ára Jackson náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Chelsea og stuðningsmenn liðsins bauluðu til að mynda á hann þegar liðið var undir stjórn Mauricio Pochettino. Hann virtist svo farinn að missa traust Enzo Maresca eftir rauðu spjöldin gegn Newcastle í lok síðustu leiktíðar og Flamengo á HM félagsliða í sumar. Eftir komu Delap og Joao Pedro var minna pláss fyrir Jackson og hann endaði að lokum hjá þýska stórveldinu Bayern en þó aðeins að láni. Lánsupphæðin var reyndar mjög há, eða 14,3 milljónir punda, en vistaskiptin verða ekki varanleg nema að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Samkvæmt þýskum miðlum þyrfti Jackson að spila minnst 40 leiki, í að lágmarki 45 mínútur hvern, til að Bayern verði að kaupa hann fyrir 56,2 milljónir punda. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Framherjinn virtist reyndar hafa verið sviptur tækifærinu til að komast til Bayern þegar Liam Delap meiddist, en á lokadegi félagaskiptagluggans komst skriður á málið að nýju og Jackson fékk ósk sína uppfyllta. BBC segir í grein sinni að Jackson hafi á þessum tíma sagst hlakka til að mæta og vonandi skora gegn Chelsea, í Meistaradeildinni. Það tækifæri gefst í München í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Fylgst er með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben á Sýn Sport. Just 16 days after leaving on loan, Nicolas Jackson could play against Chelsea with Bayern Munich in the Champions League.Unlike Premier League rules, on-loan players are eligible to face their parent clubs in UEFA competitions.We will be there 🍿 pic.twitter.com/gkbaludruw— ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2025 Hinn 24 ára Jackson náði aldrei að slá almennilega í gegn hjá Chelsea og stuðningsmenn liðsins bauluðu til að mynda á hann þegar liðið var undir stjórn Mauricio Pochettino. Hann virtist svo farinn að missa traust Enzo Maresca eftir rauðu spjöldin gegn Newcastle í lok síðustu leiktíðar og Flamengo á HM félagsliða í sumar. Eftir komu Delap og Joao Pedro var minna pláss fyrir Jackson og hann endaði að lokum hjá þýska stórveldinu Bayern en þó aðeins að láni. Lánsupphæðin var reyndar mjög há, eða 14,3 milljónir punda, en vistaskiptin verða ekki varanleg nema að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Samkvæmt þýskum miðlum þyrfti Jackson að spila minnst 40 leiki, í að lágmarki 45 mínútur hvern, til að Bayern verði að kaupa hann fyrir 56,2 milljónir punda.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira