Fótbolti

Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjar­veru

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sam Kerr gat leyft sér að fagna í leikslok.
Sam Kerr gat leyft sér að fagna í leikslok. Harriet Lander - Chelsea FC/Chelsea FC via Getty Images

Eftir um tuttugu mánaða fjarveru frá knattspyrnuvellinum snéri Sam Kerr, framherji Chelsea, aftur með látum í dag.

Hin 32 ára gamla Kerr meiddist í æfingabúðum með Chelsea í desember árið 2023. Slitið krossband hefur haldið henni frá keppni í 637 daga, en þrátt fyrir það virðist hún engu hafa gleymt.

Kerr kom inn á sem varamaður á 80. mínútu í 1-3 sigri Chelsea gegn Aston Villa í ensku kvennadeildinni í dag og hún hafði aðeins verið inni á vellinum í 13 mínútur þegar hún skoraði þriðja mark liðsins og gulltryggði sigurinn.

Þetta var hundraðasta mark Kerr fyrir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×